Ársskýrsla 2019-2020
45 SKÝRINGAR 1. STARFSEMI Efling-stéttarfélag var stofnað í desember 1998 og tók til starfa um áramótin 1999. Félagsmenn eru um 28.000 Aðalskrif stofa félagsins er að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík. Skrifstofan á Suðurlandi er að Breiðamörk 19 í Hveragerði. Meginhlutverk Eflingar-stéttarfélags er að vinna að gerð kjarasamninga, túlka þá félagsmönnum í hag, byggja upp réttindi í sjóðum fyrir félagsmenn og verja réttindi þeirra í kjarasamningum og vinnudeilum, gagnvart slysa- og veikindarétti, orlofs- málum og í fræðslumálum. Efling-stéttarfélag veitir félagsmönnum sínum fjölþætta þjónustu á þessum sviðum. 2. REIKNINGSSKILAAÐFERÐIR Grundvöllur reikningsskilanna Samstæðuársreikningur Eflingar-stéttarfélags er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskila- reglur að undanskildum kröfum um framsetningu bundinna eiginfjárreikninga þar sem um félagasamtök er að ræða. Samstæðuársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Samstæðuársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum. Eftirfarandi er samantekt á helstu reikningsskilaaðferðum félagsins. Mat og ákvarðanir Við gerð ársreiknings þurfa stjórnendur, í samræmi við lög um ársreikninga, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem þær eiga sér stað. Skráning tekna Iðgjöld eru tekjufærð við greiðslu byggðar á skilagreinum frá Gildi lífeyrissjóði sem hefur umsjón með innheimtu iðgjalda félagsins. Leigutekjur af orlofsbústöðum eru tekjufærðar við greiðslu. Vaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu. Fjármagnskostnaður Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem hann fellur til. Varanlegir rekstrarfjármunir Eignir eru skráðar meðal varanlegra rekstrarfjármuna þegar líklegt er að hagrænn ávinningur tengdur eigninni muni nýtast félaginu og hægt er að meta kostnað vegna eignarinnar með áreiðanlegum hætti. Varanlegir rekstrarfjármunir eru upp- haflega skráðir á kostnaðarverði. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samanstendur af kaupverði og öllum beinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af kostnaðarverði miðað við eignarhaldstíma á árinu að teknu tilliti til væntanlegs hrakvirðis. Hagnaður eða tap vegna sölu eigna er mismunur söluverðs og bókfærðs verðs eigna á söludegi. Eignarhlutdeild Orlofssjóðs í sameiginlegri eign orlofsbyggða er reiknuð af hreinni eign orlofsbyggðanna í árslok 2018. Orlofshús eru tilfærð á gildandi fasteignamatsverði í árslok 2019. Veitumannvirkið í Hvammi er metið á kaupverði að frádregnum afskriftum. Afskriftir miða við 10 ára endingartíma. Skattamál Efling-stéttarfélag er undanþegið skattskyldu og greiðir engan tekjuskatt en félagið greiðir fjármagnstekjuskatt. Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==