Ársskýrsla 2019-2020

3 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 sér milljarða í arð höfum við þurft að berjast fyrir hverjum einasta þúsundkalli. Við höfum lært það af áratuga reynslu að við fáum ekkert nema að berjast fyrir því. Við þurfum líka að berjast af hörku til að halda í það sem okkur hefur tekist að vinna og koma í veg fyrir að það sé hrifsað af okkur aftur. Sá lærdómur hefur aldrei verið mikilvægari en nú þegar heimurinn stendur frammi fyrir verstu efnahags­ kreppu síðustu hundrað ára. Við munum ekki sætta okkur við að hagsmunir hinna auðugu og valdamiklu verði settir ofar hagsmunum okkar. Á tímum sem þessum skiptir samstaða öllu. En hinir auðugu og valdamiklu munu hér, líkt og annars staðar, reyna að telja okkur trú um að samstaðan eigi að þýða að við stöndum með þeim og verjum hagsmuni þeirra og þeirra samfélagskerfi – samfélagskerfi sem hefur byggt á arðráni og misskiptingu. Þau munu láta eins og ekkert sé sjálfsagðara en að faraldurinn og afleiðingar hans þýði enn verri lífskjör fyrir vinnuaflið, að við herðum sultarólina meðan þau fá áfram að sýsla með arðinn af okkar vinnu í skatta- skjólum og spilavítum kauphallanna. Við, sem erum undirstaða samfélagsins og allrar verð- mætasköpunar þess, þurfum að standa saman og tryggja að svo verði ekki. Aðeins með einbeittum bar- áttuvilja okkar getum við komið í veg fyrir að byrðun- um verði öllum komið á okkur. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar-stéttarfélags Saga baráttu verkafólks kennir okkur að samstaðan er sterkasta vopn okkar. Í krafti hennar getum við risið upp og sýnt fram á algjört grundvallar mikilvægi okkar. Í krafti hennar getum við lagt niður störf og með því knúið atvinnurekendur, hvort sem það er á opinbera eða almenna markaðnum, til að viðurkenna mikilvægi okkar. Og í krafti hennar getum við gert þeim sem fara með völd skiljanlegt að enginn komist upp með að taka ekki tillit til hagsmuna okkar. Við verðum einfaldlega að tryggja með öllum ráðum að í viðbrögðum stjónvalda við afleiðingum Covid-19 far- aldursins sé fólgin algjör viðurkenning á grundvallar mikilvægi vinnandi fólks í íslensku samfélagi. Það er ljóst að þær aðstæður sem nú blasa við okkur eru grafalvarlegar. Hagkerfi heimsins hefur nánast stöðvast, og enn sér ekki fyrir endann á faraldrinum á heimsvísu. Við, félagsfólk Eflingar, erum öll í þessu saman. Það verður að vera þannig. Aðeins í krafti fjöldans og afdráttarlausum stuðningi hvers við annað munum við geta sett fram kröfuna af nægilegum krafti um að verka- og láglaunafólk verði ekki látið bera þyngstu byrðarnar. Við tókum á okkur byrðar síðasta efnahagshruns og héldum hjólum atvinnulífsins gangandi allt góðærið. Við höfum þurft að þola gróðavæddan húsnæðismark- að. Og okkar félagsmenn, fjölmennar kvennastéttir í umönnunarstörfum hjá ríki og sveitarfélögum leggja beinlínis grunninn undir alla verðmætasköpun sam- félagsins, þó upphæðirnar í launaumslaginu hafi ekki endurspeglað það. Á meðan að fjármagnseigendur fá að flytja milljarða í skattaskjól, á meðan að eigendur fyrirtækja hafa greitt

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==