Ársskýrsla 2019-2020

2019, svo sem vanefndir einstakra fyrirtækja á samningnum og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Stjórn fékk kynningu haustið 2019 frá hagdeild ASÍ á stöðunni varðandi efndir stjórnvalda á loforða- pakka Lífskjarasamningsins. Fastur liður á stjórnarfundum var umræða um samningamál við hið opinbera þar sem formað- ur gerði grein fyrir helstu vendingum, einkum í löngum og ströngum kjaraviðræðum félagsins við Reykjavíkurborg. Stjórn var upplýst um gang við- ræðna og studdi við ákvarðanir samninganefndar. Stjórn Eflingar fékk kynningu á stöðu dómsmáls sem Efling hefur stutt fyrir hönd félagsmanna sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Fjallað var á vettvangi stjórnar um baráttuna fyrir því að fá inn sektarákvæði gegn kjarasamningsbrot- um í lög en fyrirheit um slíkt var hluti af loforð- um stjórnvalda vegna Lífskjarasamningsins. Rætt var um grunuð brot erlendra rútufyrirtækja gegn íslenskri vinnumarkaðslöggjöf og beittu stjórnar- Stjórn Eflingar stóð vaktina í baráttu fyrir félagsmenn og við uppbyggingu félagsins á starfsárinu 2019-2020. Á aðalfundi í apríl 2019 tóku nýir stjórnarmenn sæti, þ.á m. Agnieszka Ewa Ziolkowska nýr varaformaður. Starfshættir stjórnar voru með svipuðum hætti og árið á undan. Stjórnarfundir yfir veturinn voru að jafnaði haldnir á tveggja vikna fresti undir fundarstjórn for- manns samkvæmt fundadagskrá. Starfsmaður ritaði fundargerðir og var venjan sú að fundargerð síðasta fundar var borin upp til samþykkar við upphaf fund- ar. Jafnan var rittúlkun á ensku á stjórnarfundum og fundargerðir þýddar til að auðvelda þátttöku og aðgengi stjórnarmanna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. VAKIN OG SOFIN YFIR KJARAMÁLUM Rætt var ítrekað á stjórnarfundum um kjaramál félagsmanna Eflingar. Má þar nefna ýmis baráttu- mál varðandi eftirfylgni kjarasamninga á almenn- um vinnumarkaði sem undirritaðir voru í apríl 4 STARF STJÓRNAR KJARA- OG HAGSMUNAMÁL I BRENNIDEPLI

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==