Ársskýrsla 2019-2020

5 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 Stjórn fjallaði um og studdi við ýmsar aðrar breytingar og umbætur sem snúa að starfsfólki félagsins, m.a. ákvörðun um að starfsfólk Eflingar skyldi kjósa sér trúnaðarmann. Stjórn fékk kynningu í maí á starfs- ánægjukönnun sem unnin var af Hagvangi á undan- gengum vetri. Stjórn kynnti sér og studdi tillögu formanns um styttingu vinnuvikunnar á skrifstofu Eflingar sem tók gildi 1. janúar 2020. Stjórn kynnti sér og studdi margar ákvarðarnir svo sem að fækka verulega útgefnum tölublöðum Fréttablaðs Eflingar og í stað þess gera stórátak í söfnun netfanga til að auðvelda dreifingu rafrænna upplýsinga og gagn- virk tengsl við félagsmenn. Ýmis kynningarverkefni voru kynnt og rædd í stjórn. Ákvörðun um upptöku kiosk-miðaafgreiðslukerfis á skrifstofunni og lenging opnunartíma einn dag í viku var kynnt fyrir stjórn og studd af henni. FÉLAGSMÁL EFLINGAR Stjórn hafði aðkomu að ýmsum innri félagsmálum Eflingar, svo sem uppstillingu í stjórnir og nefndir. Hugmyndavinna var unnin um starf trúnaðarráðs sem bíður hugsanlegar útfærslu og framkvæmdar. Stjórn lýsti stuðningi við skipun Sólveigar Önnu Jónsdóttur í embætti 2. varaforseta ASÍ og trausti til hennar í þeirri stöðu. Stjórnarmenn sátu ásamt öðrum félagsmönnum Eflingar sem þingfulltrúar á þingi Starfsgreina­ sambandsins sem haldið var í lok október og þar sem Sólveig Anna formaður Eflingar var kjörin varafor- maður. STUÐNINGUR VIÐ ÝMIS MÁLEFNI Ýmsir aðilar leituðu til Eflingar um samstarf og stuðning og voru slíkar beiðnir afgreiddar í stjórn. Í október heimsótti Breki Karlsson formaður Neyt­ endasamtakanna stjórnarfund og kynnti leigjenda- aðstoð samtakanna sem og baráttu þeirra gegn smá- lánafyrirtækjum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var einnig gestur fundarins og sagði frá stuðningi VR við Neytendasamtökin. Úr varð að Efling studdi Neytendasamtökin. Til að flýta og einfalda afgreiðslu styrkbeiðna stofnaði stjórn sérstaka undirnefnd um styrkjamál sem tók til starfa í nóvember og fjallar hún nú um allar styrk- beiðnir til félagsins. Stjórn lýsti yfir stuðningi við áskorun frá stjórnarskrár- félaginu um upptöku nýrrar stjórnarskrár. menn sér í því. Stjórn studdi að farið væri í fræðslu- og vitundarvakningarátakið Ég læt ekki svindla á mér í framhaldsskólum haustið 2019. Þegar Kórónaveirufaraldurinn braust út í mars 2020 hafði það mikil áhrif á félagsmenn og var staðan vegna þessa rædd á stjórnarfundum og ályktun samþykkt 6. apríl. ÝMIS HAGSMUNAMÁL Stjórn var virk í að kynna sér og taka afstöðu til ýmissa kjara- og samfélagsmála sem snúa að félagsmönnum. Stjórn samþykkti ályktun þann 15. apríl 2019 þar sem vandi öryrkja og eldri borgara var áréttaður. Við sama tilefni var áréttað að stjórnvöld ættu að setja fram tíma- setta aðgerðaáætlun um uppfyllingu loforða sem gefin voru út í tengslum við Lífskjarasamninginn. Vinnufundur stjórnar var haldinn 18. maí þar sem færi gafst til fræðslu og umræðu um ýmis samfélagsmál. Þar voru fengnir utanaðkomandi sérfræðingar til að fjalla um ýmis mál sem snerta starfsemi verkalýðsfélaga, svo sem starfsmannalýðræði á vinnustöðum, stafræna verkalýðsbaráttu, málefni innflytjenda í ferðaþjónustu og stöðu verkalýðsmála í þjóðfélagsumræðunni. Stjórn samþykkti að styðja smíði skýrslu um tengsl örorku við tekjur og menntun en þar um að ræða mál sem snertir félagsmenn Eflingar beint. RÆKT VIÐ STARFSEMI SKRIFSTOFUNNAR Í stjórn fóru reglulega fram umræður um daglega starfsemi og rekstur félagsins en framkvæmdastjóri og aðrir stjórnendur veittu kynningar um það ýmist að ósk stjórnarmanna og að eigin frumkvæði. Stjórn var upplýst um skipulagsbreytingar sem innleiddar voru í september 2019, þar sem ýmsar umbætur voru gerðar í skipuriti og verkaskiptingu milli sviða og stjórnenda. Í kjölfar þess fékk stjórn ítarlegar kynningar á starfi einstakra sviða þar sem sviðsstjórar Þjónustusviðs, Kjaramálasviðs og Félags- og þróunarsviðs voru gestir stjórnarfunda. Tekið var upp nýtt og endurbætt fyrirkomulag varð- andi fjárhagsáætlun, þar sem stjórn fékk í lok ársins ítarlega kynningu og tækifæri til að móta áherslur í fjárhagsáætlun sem um leið er hluti af almennri starfs- áætlun félagsins fyrir hvert ár í senn. Stjórn veitti samþykki fyrir öllum stórum skuld- bindandi ákvörðunum í orlofshúsamálum og margir stjórnarmenn voru viðstaddir skóflustungu að nýrri orlofshúsabyggð í Reykjahlíð í júní.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==