Fræðslublað Eflingar

ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 25 Fann sína rödd Innocentia kynntist íslenskum eiginmanni sínum í Ghana árið 2001 og flutti til Íslands ári seinna. Það var erfitt að finna vinnu þegar hún kom og það reyndi á að vera aðgerðarlaus og háð eiginmanni sínum um framfærslu. „Ég er sjálfstæð kona og hef alltaf verið og mér fannst erfitt að vinna ekki fyrir mér. Maðurinn minn var mjög góður og gaf mér alltaf pening og allt það en ég er í eðli mínu mjög sjálfstæð og finnst óþægilegt að vera háð öðrum.“ Eftir átta mánaða atvinnuleysi ákvað Innocentia að taka málin í sínar hendur. „Ég er ekki manneskja sem gefst upp bara við tilhugsunina um eitthvað. Ég hefst handa. Amma sagði alltaf að augað væri latt en höndin stærsta verkfær- ið. Ég get horft á eitthvað og hugsað með mér – þetta er of stórt, of flókið, of erfitt, of þetta, of hitt en þegar maður hefst handa tekst manni oftast að yfirstíga hindranirnar.“ Innocentia gerði sér ferð niður í bæ, gekk inn á veitingastað sem henni leist vel á og bað um vinnu. Þar var henni sagt að það væri eitt starf laust en að þau væru að leita að karl- manni í það. Hún gaf lítið fyrir þau rök og bað um að fá að prófa. Á það var fallist og Innocentia var komin með sína fyrstu vinnu á Íslandi. „Síðan ég flutti til Íslands finn ég alltaf fyrir nálægð ömmu minnar þegar ég stend frammi fyrir erfiðleikum: Þú ert sterk stelpa. Þú getur þetta!“ Þessi fyrsta vinna var vissulega erfið, langar vaktir og mikið að gera en tilfinningin sem fylgdi fyrstu mánaðamótunum sem hún fékk útborgað er henni ógleymanleg: „Ég er orðin sjálfstæð!“ Eftir tvö ár á þessum stað fóru yfirmenn hennar fram á að hún bætti við sig verkum sem Innocentia var ekki tilbú- in að gera og voru ekki í hennar verkahring eða starfslýs- ingu. Þegar yfirmenn hennar létu sig ekki, sagði hún upp - og stuttu síðar hóf hún störf í eldhúsinu á Landspítalan- um þar sem hún hefur unnið síðastliðin sextán ár. Það að hafa staðið á rétti sínum í þessari fyrstu vinnu hefur reynst örlagaríkt í lífi Innocentiu. Það mætti segja að hún hafi fund- ið sína rödd og þá sannfæringu um að hún ætti erindi. Hún uppgötvaði þarna að fyrst hún hefði þennan eiginleika gæti hún líka hjálpað öðrum í réttindabaráttu, sem hún hefur gert síðan, bæði á persónulegum nótum og með skipulögðum réttindasamtökum. Ein af þeim fjóru konum sem ætla að miðla af reynslu sinni á viðburðinum Okkar á milli í nóvember er Innocentia Fiati Friðgeirsson. Innocentia er frá Ghana og vinnur í eldhúsi Landspítala Íslands þar sem hún eldar sérfæði fyrir sjúk- linga spítalans. Hún er ástríðukokkur og aktívisti með mikla réttlætiskennd. Innocentia hefur verið trúnaðarmaður hjá Eflingu í nokkur ár og var kosin í stjórn Eflingar í vor. Hún er auk þess í stjórn Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Innocentia segist vera stoltur talsmaður fólks af afrískum uppruna í verkalýðshreyfingunni og samþykkti að gefa lesendum örlitla innsýn í sinn litríka bakgrunn. Barnæskan í Ghana samofin matargerð „Ég segi oft að íslenskur matur sé ekki matur“ tilkynn- ir Innocentia og hlær hátt á meðan hún pantar sér tvær kleinur á kaffihúsinu þar sem hún hitti blaðamann Eflingar á. „Soðinn fiskur og saltað kjöt finnst mér ansi lítilfjörlegur matur. En þetta er auðvitað hluti af íslenskri menningu sem ég ber mikla virðingu fyrir.“ Í Ghana er notast við mikið af kryddum, chili og tómötum og eldaðar bragðsterkar súpur. Þar er líka miklu meiri tíma varið í eldamennskuna. „Ef maður ætlar að elda kjúklingasúpu í Ghana þá fer maður af stað um morguninn og kaupir lifandi kjúkling beint frá bónda. Svo sér maður sjálfur um að slátra kjúklingnum, verka hann, krydda og elda. Í dag elda ég oftast íslenskan mat, ég bý á Íslandi og er hluti af íslensku samfélagi og elska íslenska lambið. Ghanísk matargerð er engu að síður mín sérgrein sem ég elda þegar ég fæ mikla löngun eða ef sonur minn biður mig mjög fallega.“ Innocentia var mjög ung þegar móðir hennar lést svo hún ólst upp hjá ömmu sinni. Amma hennar kenndi öllum sínum börnum og barnabörnum að elda mjög ungum. Innocentia var sjálf sex ára þegar hún lærði að elda. Það kom flótt í ljós að eldamennskan lá vel fyrir henni. Hún eldaði fyrir gesti, hjálpaði kennurum sínum að elda fyrir keppnisferðir skóla- félaganna og notaði tækifærið þegar amma hennar seldi heimagerðan mat á götum úti til að elda sinn eigin mat og selja við hlið hennar. „Ég hef eldað mat til að sjá um mig síðan ég var barn. Þannig að þú sérð – ég er frumkvöðull. Ég kann að bjarga mér.“ Með mína reynslu í farteskinu, get ég allt! Innocentia Fiati Friðgeirsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==