Fræðslublað Eflingar
Fríða Rós recently started overseeing education at Efling but she has been involved in the field of education since the age of twenty. She has also long been interested in the strug- gle for human rights. She is one of the founders of Bríet, the organization of young feminists and organized events in the struggle for women’s rights with the organization. She was also active within Kvenréttindafélag Íslands (the Icelandic organization for women’s rights) and is a former chairwoman of the organization. She emphasized getting different people together, organizing events, courses and exhibits during her time there. “I’m compelled to work against injustice and discrimination but also to have fun. I see my approach to education as being molded by the needs of the members and informed by being positive and constructive.” But why Efling? “I didn’t have to think twice when I saw the job advertised. I watched the fight of Efling members with interest and admi- ration during the past few years. The movement is powerful and it is important to point out the deeply rooted inequality in society,” says Fríða Rós, when asked why she applied for the job at Efling. She says that the union is constantly evolving and that it is gratifying to be given an opportunity to participate in that constructive process. “For example, it is imperative that all union publications be available at least in Icelandic and English so that all the members of Efling may be served as well as possible, as over half of them are of foreign origin. The implementation can be a challenge but I feel it is very impor- tant that the educational materials be as accessible as possi- ble and that education adapts to the needs of the members, especially in regards to language.” Fríða Rós says that a variety of courses and events will be available in this upcoming winter and that in response to the effects of Covid-19 on the labor market, the union will prior- itize assisting those seeking employment with their course series Aftur til vinnu (Back to Work) and informal Drop-INN meetings. She states that traditional programs like profes- sional courses and certification training will still be available. Fríða Rós tók nýlega við fræðslumálum Eflingar en hún verið viðloðandi fræðslu frá því um tvítugt. Með sama hætti hafa baráttumál á sviði mannréttinda átt hug hennar lengi. Hún er einn stofnanda Bríetar, félags ungra femínista og stóð fyrir margvíslegum viðburðum á sviði kvennabaráttu innan félagsins. Lengi var hún einnig virk í Kvenréttindafélagi Íslands og gegndi um skeið formennsku í félaginu. Þar lagði hún áherslu á að ná ólíkum aðilum saman að borðinu, halda viðburði, námskeið og sýningar. „Ég hef mikla þörf fyrir að vinna gegn óréttlæti og mismunun en líka að hafa gaman og stuð. Ég sé nálgun mína á fræðslumálin út frá þörfum félaganna sjálfra með uppbyggilegri gleði að leiðarljósi.“ En af hverju Efling? „Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég sá starf- ið auglýst. Ég hef fylgst með baráttu Eflingarfólks af mikilli aðdáun síðustu ár. Baráttan er kraftmikil og mikilvægt að vekja athygli á rótgróinni stéttamismunun í samfélaginu,“ segir Fríða Rós þegar hún er spurð að því af hverju hún hafi sóst eftir að starfa fyrir Eflingu. Hún segir félagið í stöðugri þróun. Gaman sé að fá tækifæri til að taka þátt í því uppbyggingarferli. „Til dæmis er það skýlaus krafa að hafa allt efni félagsins að minnsta kosti á íslensku og ensku til að þjóna sem best öllum Eflingarfé- lögum en ríflega helmingur þeirra er af erlendum uppruna. Framkvæmdin getur verið snúin en ég legg mikla áherslu á að fræðslumálin séu eins aðgengileg og hægt er og að hægt sé að aðlaga fræðsluna að þörfum félaganna, sérstaklega út frá tungumáli.“ Fríða Rós segir að margs konar fræðsla og uppákom- ur verði í boði í vetur. Til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi á vinnumarkaði í kjölfar Covid-19 muni félagið leggja mesta áherslu á atvinnuleitendur með námskeiða röðinni Aftur til vinnu og Drop-INN samveru. Auk þess tekur hún fram að hefðbundin fræðsla sé á sínum stað, fag- og réttindanámskeið. Síðast en ekki síst segist Fríða Rós vera sérstaklega spennt fyrir því að hefja kórastarf Eflingar. „Ég sé fyrir mér stórkost- lega skemmtun en ekki síður mikilfengleikann í því að kór verkalýðsins syngi á baráttufundum eins og 1. maí. Ég get ekki beðið eftir að mæta á fyrsta giggið.“ Félagar í öndvegi Fríða Rós leggur áherslu á að fræðsluáætlunin byggi á því hvað félagar vilja fræðast um og ná betri færni í. „Ég sé mitt starf sem millilið í að skipuleggja fræðsluþörf félaga og því kalla ég eftir hugmyndum frá félagsfólkinu sjálfu. Það má koma hugmyndum og ábendingum á efling@efling.is, því fleiri hugmyndir og ábendingar því betra,“ segir hún. Fríða Rós segir að auðvitað eigi eftir að taka hana tíma að átta sig á fræðsluþörfinni og því á hverju Eflingarfólk hefur áhuga en hún sé hvergi bangin. „Mér finnst gott að hugsa stórt, horfa langt og sjá fyrir mér alla þá möguleika sem í boði eru. Allt frá því að hitta ráðgjafa varðandi líkams- beitingu, til atvinnuleitar, brota í starfi, tölvunotkunar og svo námskeiðs í bridge, ættfræði eða borðtennis. Leiðar- ljósið er að efla samstöðu og félagsvitund félaganna, það er langtímaplanið.“ „Ég sé mitt starf sem millilið í að skipuleggja fræðsluþörf félaga og því kalla ég eftir hugmyndum frá félagsfólkinu sjálfu“ 4 FRÆÐSLUBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==