Fræðslublað Eflingar

6 FRÆÐSLUBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS Efling leggur mikla áherslu á að auka lýðræði á vinnustöðum, bjóða fræðslu á sviði kjara- og félagsmála og miðla til félaga sinna nýjustu upplýsingum hverju sinni. Stéttarfélagið býður félagsmönnum sínum upp á fjölda fræðslunámskeiða, heim- sóknir á vinnustaði, aðstoð við gerð vinnustaðasamninga og kosningu trúnaðarmanna. Trúnaðarmenn gegna lykilhlutverki á viðkomandi vinnustað. Þeir eru rödd samstarfsmanna sinna, koma að kröfugerð og standa vörð um starfsgrein sína í samninganefndum. Sérhver vinnustaður með fimm eða fleiri starfsmenn á að hafa trúnaðarmann. Trúnaðarmaður er almennur starfsmaður, kosinn af einföldum meirihluta starfsfólks og hefur uppsagnarvernd. Hlutverk trúnaðarmanns er að vera augu og eyru stéttarfélags- ins á vinnustaðnum, gæta þess að kjarasamningar séu virtir og réttindi starfsfólks séu ekki brotin. Trúnaðarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og þurfa að taka fjögur námskeið, tvö fyrra árið og tvö seinna árið. Á námskeiðunum fá trúnaðarmenn ekki aðeins fræðslu um réttindi, skyldur og kjarasamninga heldur er einnig leitast við að efla þá til að hafa áhrif á ákvarðanatöku á eigin vinnustöðum og hjálpa þeim að takast á við ýmis konar vandamál sem upp geta komið. Mikilvægi trúnaðarmanna og fræðslu • Útskriftarhópur af trúnaðarmannanámskeiði • Morgunverðarfundur trúnaðarmanna í verkfalli • Frá baráttufundi í Iðnó • Graduates of the union representative course • Morning meeting for union members on strike • From a rally at Iðnó Trúnaðarmönnum er leiðbeint hvernig þeir geta hvatt samstarfsfólk sitt til að taka sameiginlega á vandamálum og auka vinnustaðalýðræði. Fræðslan er þannig uppbyggð að hún höfði til allra trúnaðarmanna óháð uppruna, starfsstétt og kyni. Námskeiðin eru kennd bæði á ensku og íslensku og efni þeirra einnig þýtt á önnur tungumál þegar þess gerist þörf. Auk þessara námskeiða er ýmis önnur fræðsla í boði fyrir trúnaðarmenn. Fræðslan getur til að mynda falist í kynningu á nýjum kjarasamningum og breytingum á réttindum og fyrirlestrum um allt frá lestri launaseðla til samningatækni og sjálfstyrkingar. Trúnaðarmenn Eflingar geta ávallt leitað til stéttarfélagsins ef þeir þurfa á leiðbeiningum eða annarri aðstoð að halda vegna hlutverks síns á viðkomandi vinnustað. Ef það er ekki trúnaðarmaður á þínum vinnustað hvetjum við þig til að hafa samband við skrifstofu Eflingar og fá aðstoð við að skipuleggja kosningu trúnaðarmanns. Vinsamlega sendu tölvupóst á felagssvid@efling.is eða hringdu í síma 510 7500.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==