18
F R É T T A B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S
Starfsfólk Eflingar
Ragnar Ólason hefur verið þjónustu
fulltrúi hjá Eflingu síðan um mitt ár
2006.
Áður en hann varð starfsmaður
félagsins hafði hann verið aðaltrúnað
armaður Eflingar hjá Reykjavíkurborg
frá árinu 2000 og einnig hafði hann
setið í stjórn félagsins frá sama ári.
Ragnar hefur mikla reynslu af störfum á
vegum borgarinnar þar sem hann vann
um árabil, hann þekkir kjarasamninga
borgarinnar, sveitarfélaga og kjara
samninga á sviði ríkis og sveitarfélaga
mjög vel enda hefur hann tekið þátt í
kjarasamningum við þessa aðila lengi.
Þá situr hann í samstarfsnefnd Eflingar
og Reykjavíkurborgar, starfsmatsnefnd
stéttarfélagana við Reykjavíkurborg,
stjórn sjúkrasjóðs Eflingar og gegnir
ýmsum öðrum félagslegum störfum
innan félagsins. Eflingarblaðið leit við
hjá Ragnari á dögunum og spurði hann
í hverju það fælist að gegna starfi þjón
ustufulltrúa félagsins.
Starf þjónustufulltrúa er fjölbreytt. Ef ég
skoða vinnutíma minn þá geri ég ráð fyrir
að mest af mínum tíma fari í að svara fyrir-
spurnum frá félagsmönnum um réttindi sín
og hvernig þeir eigi að bregðast við ýmsu sem
gerist á vinnustaðnum. Um þessar mundir er
til dæmis verið að spyrja mikið um desember-
uppbót. Við getum fengið spurningar eins og
hvað á ég að gera ef yfirmaður minn fer allaf
í mikið ójafnvægi þegar ég tilkynni veikindi,
hvað á ég að gera?
Verkefni mín hér á skrifstofu félagsins eru
mjög fjölbreytt. Ég sinni félagsmönnum
bæði sem koma hingað til að leita aðstoðar,
einnig í gegnum síma eða tölvupóst en síðan
vinn ég mikið af félagslegum verkefnum
t.d. við undirbúning fjölmargra funda hér á
Eflingu svo sem við undirbúning trúnaðar-
ráðsfunda, félagsfunda eða hópa sem verið
er að funda með sérstaklega svo sem vegna
kjarasamninga, túlkunarmála eða ágreinings-
mála.
Er gaman að vinna hjá Eflingu – stéttar-
félagi?
Ég myndi svara þessari spurningu þannig
að það er gríðarlega áhugavert að vinna hjá
Eflingu. Félagið er þversnið af þjóðfélaginu
og það er enginn dagur eins. Viðfangsefnin
eru þannig að maður veit aldrei hvernig
vinnudagurinn er. En ég vinn með skemmti-
legu starfsfólki og það skiptir miklu máli þar
sem viðfangsefni okkar eru alla jafna ekkert
skemmtiefni að hafa létta skapið og húmor-
inn í lagi. En það sem gefur mér mest er
þegar ég finn að ég næ árangri við að leiðrétta
laun fólks og finna hvað fólk er ánægt þegar
það hefur fengið leiðréttingu á sínum málum.
Hvað er erfiðast?
Erfiðast er þegar maður er að taka á móti
niðurbrotnu fólki sem jafnvel verður miður
sín í samtalinu þegar það skýrir út stöðu sína
á vinnustaðnum og á erfitt með að tjá sig. Ég
lít á það sem eðlileg viðbrögð því oft hvílir
það þungt á fólki þegar á því er brotið og það
sér fram á að geta ekki séð fjölskyldu sinni
farborða.
Samskiptin geta verið erfið
Samskiptin geta líka oft verið erfið. Við
þjónustufulltrúarnir erum í samskiptum
við marga aðila, trúnaðarmenn, starfsmenn
á hinum ýmsu vinnustöðum, yfirmenn og
forsvarsmenn fyrirtækja. Þessi samskipti geta
oft verið erfið og flókin en þá skiptir máli að
vita hvað kjarasamningarnir segja og ná fram
lausn á málum en ekki vera sífellt að tala um
fortíðina þó svo hún skipti máli líka.
Mikilvægt að standa rétt að málum
Ég man eftir máli þar sem eldri starfsmaður
var orðinn veikur en yfirmaður hans hafði
lagt að honum að segja upp í veikindum. Ég
þurfti að grípa til harðra aðgerða til að tryggja
veikindarétt starfsmannsins. Yfirmaðurinn
var ekki ánægður með mig og stundum þurf-
um við að hlusta á hótanir en ég nefni þetta
dæmi til að leggja áherslu á hve mikilvægt er
að vinna hlutina rétt, bæði samkvæmt okkar
vinnureglum, lögum og kjarasamningum.
En þrátt fyrir þessa sögu þá vil ég segja að það
er mín reynsla að almennt vilja atvinnurek-
endur standa rétt að málum og margir leita
til Eflingar til að fá hjá okkur réttar túlkanir
laga og kjarasamninga, sagði hann að lokum.
Gefur mér mest þegar
ég næ árangri
Kynning á starfsmönnum Eflingar
-
segir Ragnar Ólason, þjónustufulltrúi
Hvað gera þjónustufulltrúar?