Efling 2-2018

11 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Sjálfboðaliðar Fréttablað Eflingar segir Sjálfboðaliðastörf eða ólaunuð vinna í atvinnuskyni fela í sér Mikið hefur verið rætt um sjálfboðaliðastörf eða ólaunuð störf í samfélaginu. Borið hefur á því t.d. í þjónustustörfum tengdum ferða- þjónustu, að stofnanir eða fyrirtæki fái fólk til sín í vinnu undir því yfirskini að um sjálfboða- liðastörf sé að ræða. Fullyrða má að sjaldn- ast standast þau rök að störfin falli undir sjálfboðaliðastörf þar sem oft er brotið gegn lágmarkskjörum og ákvæðum kjarasamninga þegar grannt er skoðað. Þetta verður skýrt nánar hér á eftir. Með ólaunaðri sjálfboðavinnu er átt við að ýmist eru engin laun greidd eða mögulega er greitt fyrir fæði, gistingu, ferðir hingað til lands ef um útlendinga er að ræða og uppihald auk þess sem með einhvers konar afþreyingu eða skemmtun er reynt að umbuna fyrir vinnufram- lag sem innt er af hendi. Algengt er að um sé að ræða erlend ungmenni og að vinnan sé hluti af upplifuninni eða einhvers konar ævintýra- mennsku. Ísland er dýrt land heim að sækja og ferðir, fæði og uppihald fyrir vinnuframlag getur virst spennandi til að byrja með og sval- að ævintýraþrá ungs fólks sem ágætis leið til að fjármagna Íslandsdvöl. En þegar til lengd- ar lætur, hverfur ævintýraljóminn oftast þegar starfið endar með hvíldarlausum og löngum vinnudögum, oft í erfiðisvinnu. Dæmi eru um fyrirtæki/vefsíður sem útvega fólk í ólaunuð störf sem oft eru nefnd sjálf- boðaliðastörf. Þegar slík störf eru hluti af atvinnurekstri standast þau ekki ákvæði kjara- samninga og lágmarkskjara. Reyndin er sú að öll ólaunuð vinna getur í eðli sínu falið í sér undirboð á vinnumarkaði. Raunhæft viðmið er hvort sú starfsemi sem um ræðir er hluti af atvinnurekstri þar sem vara og þjónusta er til sölu. Ef svo er, getur starfið ekki fallið undir sjálfboðaliðahugtakið. Nánari skilgreining er sú að ólaunuð vinna í atvinnurekstri þar sem framleiðsla og sala á vöru eða þjónustu á markaði, í hagnaðarskyni, oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnu- starfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og getur jafnframt falið í sér við nánari skoðun frekari brot, s.s. gegn skattalögum, samkeppnislögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. En er þá öll sjálfboðavinna ólögleg? Svarið er nei. Nefna má hér sjálfboðaliða sem eru í ólaunaðri vinnu að verkefnum í nátt- úruvernd s.s. að tína rusl við strandlengjuna eða við stígalagningu á hálendinu. En um leið og störfin skapa verðmæti á markaði eða falla undir atvinnurekstur í samkeppnis- greinum, geta þau ekki talist til sjálfboðaliða- verkefna. Ýmiss konar störf á sveitabýlum og við bændagistingu geta ekki verið sjálfboða- liðastörf. Það á við um öll störf sem skapa verð- mæti á samkeppnismarkaði og er ætlað að skapa eigendum starfseminnar arð, þ.e. efna- hagsleg starfsemi. Starfsnám og starfsþjálfun Til viðbótar því sem kallað er ólaunuð vinna samkvæmt framangreindu má jafnframt nefna starfsnám og/eða starfsþjálfun. Viðurkennt er og algengt að þjálfun á vinnustað og öflun hagnýtrar reynslu sé hluti af viðurkenndu námi. Hefur þetta alla tíð verið samþykkt enda sé farið eftir þeim réttarheimildum, kjarasamning- um og viðmiðum sem eiga við um slíkt. Ólaunuð vinna getur jafnframt falið í sér frekari brot við nánari skoðun s.s. gegn skattalögum, samkeppnislögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga óverjandi undirboð www.volunteering.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==