Efling 2-2018

18 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Dómsmál Af vettvangi dómsmálanna Þegar kemur að orlofstöku er mikilvægt að tryggja sönnun fyrir því að hafa fengið leyfi til að fara í orlof Starfsmanni í byggingarvinnu var sagt fyrir- varalaust upp störfum eftir að hann kom til starfa eftir jólafrí. Var ágreiningur á milli aðila um það hvort starfsmaðurinn hefði fengið frí til að fara erlendis yfir jólin. Vildi atvinnurekandinn meina að starfsmaðurinn hefði hlaupist á brott úr starfi þar sem hann hefði ekki fengið leyfi til að fara í frí. Í kjölfar uppsagnarinnar leitaði starfsmaðurinn strax til stéttarfélagsins sem sendi atvinnurekanda bréf þar sem skorað var á hann að virða lög- og kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest. Þar sem starfsmaðurinn fékk engin laun greidd í uppsagnarfresti, var mál höfðað til greiðslu skaðabóta sem tóku mið af launum hans á uppsagnarfresti. Í niðurstöðu dómsins er vísað til þess að atvinnurekandi hafi ekki skorað á starfsmanninn að mæta til vinnu, veitt honum áminningu vegna meints brots á vinnuskyldu né sent honum riftunartilkynn- ingu vegna meintrar ólögmætrar fjarveru hans. Var því ekki talið að atvinnurekandan- um hefði tekist að sanna að starfsmaðurinn hefði hætt fyrirvaralaust er hann fór í jólafrí. Átti starfsmaðurinn því rétt á greiðslu launa út uppsagnarfrest sinn. Að leita strax til Eflingar er grunur vaknar um brot Inn á borð þjónustufulltrúa Eflingar-stéttarfélags koma launakröfur félagsmanna sem varða ýmis konar álitaefni. Þannig reynir talsvert á víðtæka þekkingu starfsmanna stéttarfélagsins á kjarasamningum félagsins. Mörg þessara mála koma til innheimtu lögmanna stéttar­ félagsins náist ekki lausn á þeim. Oft kemur til þess að höfða þurfi mál fyrir dómstólum til innheimtu vangreiddra launa eða til staðfestingar á ákveðnum réttindum starfsmanna. Þeirrar þróunar hefur gætt að undanförnu að málum sem koma til vinnslu hjá lögmönnum félagsins hefur fjölgað talsvert og þar með málshöfðunum. Eitt af algengustu þrætuefnunum fyrir dómi varða fyrirvaralausar uppsagnir. Verður hér í stuttu máli fjallað um tvo nýlega dóma þar sem reyndi á fyrir- varalausar uppsagnir starfsmanna. Ljóst er að samhliða fjölgun félags- manna í Eflingu-stéttarfélagi fjölgar þeim málum þar sem brotið er á réttindum þeirra. Er því ljóst að innan Eflingar-stéttarfélags fer fram gífurlega mikilvægt starf við að gæta að hagsmunum og réttindum félagsmanna. Það verður því ekki nægilega ítrekað að sé minnsti grun- ur um að verið sé að brjóta á réttindum starfsmanna skal leita strax til félagsins til að fá leiðsögn og ráðgjöf um þau réttindi og úrræði sem í boði eru. Er þetta sérstaklega mikilvægt þegar um fyrirvaralausar uppsagnir er að ræða. Það er Anna Lilja Sigurðardóttir hdl. lögmaður Eflingar sem reifar hér málin. Fyrirvaralaus uppsögn í kjölfar orlofstöku Bregðist strax við fyrirvaralausri uppsögn Nánari skýringar Niðurstaða dómsins sýnir hversu mikilvægt það er þegar um fyrirvaralausar uppsagnir er að ræða að brugðist sé strax við. Þannig þurfa starfsmenn að leita tafarlaust til stéttarfélagsins. Forsenda þess að hægt sé að gera kröfu um greiðslu launa á uppsagnarfresti í kjölfar fyrirvaralausrar uppsagnar er að atvinnurekanda sé sent áskorunarbréf þar sem því er lýst yfir að starfsmaðurinn sé reiðubúinn til að mæta til vinnu og að atvinnurekanda beri að virða umsaminn uppsagnarfrest. Þá er jafnframt mikilvægt að hafa í huga þegar kemur að orlofstöku að tryggja sönnun fyrir því að hafa fengið leyfi til að fara í orlof og þá hvenær orlofstaka á að hefjast og hvenær henni á að ljúka.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==