Efling 2-2018

20 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kynferðisleg áreitni #Metoo Hvað er í lagi og hvað ekki þegar kemur að kynferðislegri hegðun? Undanfarið hafa konur stigið fram og rætt opinskátt um reynslu sína af kynbundinni mismunun, áreitni og jafnvel ofbeldi á vinnu- markaði. Kynferðisleg áreitni, ofbeldi eða mismunun vegna kyns á aldrei að líðast. Hvorki gagnvart konum, körlum né öðrum. Konur og karlar ættu að njóta sömu réttinda og tækifæra, óháð kyni. Aðrir þættir en kyn ættu almennt að liggja til grundvallar vali í störf eða verkefni. Þú átt ekki að sætta þig við kynbundna mismunun og skalt láta vita og leita ráðgjafar ef þú telur slíkt í gangi gagnvart þér eða öðrum á þínum vinnustað. Kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er bönnuð samkvæmt lögum. Atvinnurekanda ber að koma í veg fyrir slíkt og bregðast við ef atvik koma upp. Þú skalt láta vita og leita stuðnings ef þú eða aðrir upplifa slíka áreitni á þínum vinnustað. Kynbundin áreitni er neikvæð hegðun eða umræða sem beinist að kyni eða er vegna kyns. Til dæmis ef talað er niður til kvenna eða talað neikvætt um konur á niðurlægjandi eða auðmýkjandi hátt út frá kyni þeirra. Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferð- isleg hegðun sem birtist til dæmis í tali, látbragði eða snertingu, sem þeim sem verð- ur fyrir áreitinu finnst óþægilegt, kærir sig ekki um það og það hættir ekki þótt ljóst sé að viðkomandi hvorki taki þátt í því né vilji það. Hvað má? Svipuð hegðun getur haft mismunandi áhrif á fólk og vegna þess að það virðist vefjast fyrir sumum hvað má orðið og hvað ekki er hér gagnleg líking sem ætti að vekja einhverja til umhugsunar um eðlileg viðmið. Líkingin er fengin að láni frá Bretum og má finna á Youtube undir: The UK explained sexual consent in the most British way possible . - eftir Steinunni Stefánsdóttur Þú spyrð: Má bjóða þér te? Viðkomandi svarar: Já takk! Þú útbýrð te sem hann drekkur vonandi og líkar það vel. Ef svarið er: Ég er ekki viss! getur vel verið að þú útbúir samt teið og réttir honum tebollann en hann ræður hvort hann tekur við bollanum, drekk- ur úr honum eða ekki. Að sjálfsögðu! Ef viðkomandi drekkur ekki teið… og þetta er mikilvægt… þá treðurðu því ekki að vörum hans og þvingar hann til að drekka það! Það er nokkuð ljóst er það ekki? Og ef svarið er: Nei takk, ég vil ekki te! þá gefurðu viðkom- andi ekki te! Svo einfalt er það! Ekki sækja teið, ekki ætlast til að viðkomandi drekki það og ekki fara í fýlu yfir því að viðkomandi vilji ekki te. Viðkomandi vill bara ekki te. Punktur. Jafnvel gæti einhvern fyrst langað í te en síðan hætt við þegar teið er komið í boll- ann eða á borðið. Það getur verið leiðin- legt fyrir þig. Þú hefur jafnvel lagt þig fram við að útbúa gott te, en varla bregstu við með því að hella teinu bara uppí viðkom- andi og láta hann drekka teið sem hann vill ekki. Fyrst vildi viðkomandi te en svo hætti hann við. Það má! Ekki þvinga hann til að drekka teið! Fólk má skipta um skoðun og þú þarft jafnvel að sætta við það þótt teið kólni ódrukkið í bollanum. Te! Við bjóðum fólki te en þvingum því ekki uppá fólk sem kærir sig ekki um te. Sama á við kynferðislegt samneyti og ýmsa kynferðislega hegðun sem verður að áreiti eða jafnvel ofbeldi ef slíku er þvingað uppá fólk. Það á aldrei að gera, ekki frekar en hella tei uppí þann sem ekki kærir sig um te. Alveg eins og við myndum ekki sætta okkur við að vera þvinguð til að drekka te þá skul- um við ekki sætta okkur við að kynferð- islegri hegðun eða áreiti sem við kærum okkur ekki um sé þvingað uppá okkur. Í samstarfi við Steinunni Stefánsdóttir og Starfsleikni ehf – handleiðsla, fræðsla og einkatímar. Samþykki! Jafn einfalt og tebolli. Hvernig býðurðu fólki te?

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==