Efling 2-2018

23 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Námskeið Skemmtilegt námskeið! Mitt allra besta Ragnhildur og Ingveldur hafa unnið í mörg ár saman á leikskólanum Hólaborg en þær ákváðu að fara saman á námskeiðið Mitt allra besta . Mér fannst þetta námskeið meiriháttar skemmtilegt, segir Ragnhildur og Ingveldur tekur undir. Þetta var skemmtilegur hópur, æðislegur kennari og fræðandi og lærdóms- ríkt námskeið, segir hún. Á námskeiðinu lærðum við leiðir hvernig hægt er að öðlast Ragnhildur Jónsdóttir og Ingveldur Kristjánsdóttir, starfsmenn á leikskólanum Hólaborg Þann 14. febrúar sóttu Eflingarfélagar kraftmikið námskeið Mitt allra besta þar sem leiðbeinandinn Bjartur Guðmundsson, frammistöðuþjálfari og leikari fór á kostum. Blaðamaður Eflingar leit við á námskeiðið og smellti af nokkrum myndum og tók tali þá sem voru á námskeiðinu. Meiriháttar skemmtilegt Peppa sig upp fyrir daginn Mér fannst rosalega gaman að þessu námskeiði, það er ekkert hægt að segja neitt annað. Mér fannst það kenna manni hvernig hægt er að bregðast við áreiti á jákvæðari hátt en áður, segir Jóhanna Kristensen sem fór á námskeiðið ásamt dóttur sinni. Það sem ég tek með mér eftir námskeiðið er að það skiptir máli að peppa sig upp fyrir daginn og byrja hann á jákvæðum nótum. Ég hafði líka orð á því á námskeiðinu sjálfu hvað hópurinn var tilbúinn að taka þátt í öllu. Ég ætlaði varla að nenna að drífa mig út á námskeiðið en sé ekki eftir því að hafa farið. Jóhanna Kristensen, starfsmaður við umönnun á Hrafnistu betra líf og vera meðvitaður um að láta sér líða vel. Ragnhildur segir að hún komi til með að nýta sér þær aðferðir sem var farið yfir á námskeiðinu. Ég get alveg mælt með þessu námskeiði við aðra.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==