Efling 2-2018

25 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Launaviðtöl Trúnaðarmannanámskeið I var haldið 29. janúar–2. febrúar 2018 Launaviðtöl geta skilað árangri Samkvæmt nýjustu Gallup könnun Flóans voru 38% félagsmanna Eflingar sem fóru í launaviðtal á árinu 2017 en árið þar á undan sögðust innan við þriðjungur félagsmanna Eflingar fara í launaviðtal. Þá er einnig ánægjulegt að hlutfallslega fleiri en áður telja að launaviðtalið hafi skilað árangri eða 67% en hlutfallið var 60% árið áður. Starfsmaður á samkvæmt kjarasamningi rétt á viðtali einu sinni á ári þar sem meðal annars er rætt um starfskjör. Einnig er mikilvægt að fólk taldi almennt í síðustu könnun að atvinnu- rekendur hefðu gott svigrúm til að hækka launin og margir töldu sig geta fengið sambærilegt starf ef þeir létu af núver- andi starfi. Könnunina er að finna á heima- síðu Eflingar. Skrifstofufólk, sérfræðingar og stjórnend- ur voru duglegastir að fara í launaviðtöl en rúmlega helmingur þeirra fór í viðtal. Þá höfðu um helmingur starfsfólks í veitinga- húsum farið í viðtöl. Um 67% félagsmanna Eflingar töldu að launa- viðtölin hefðu skilað árangri sem er svipuð niðurstaða og fyrir Flóann í heild eða 68%. Þeir sem störfuðu við bygginga- og mannvirkjagerð virtust hafa náð mestum árangri þar sem 93% þeirra svöruðu því til að launaviðtölin hefðu skilað árangri. Starfsmenn við umönnun barna og aldraðra í erfiðri stöðu að sækja sér launahækkun Vel yfir helmingur Flóans telur að atvinnurek- andi þeirra hafi mikið svigrúm til að greiða hærri laun. Þeir sem starfa í bygginga- og mannvirkjagerð eru bjartsýnastir en um átta af hverjum tíu í þeim hópi telur að svigrúm atvinnurekanda til launahækkana sé mikið. Þessu er allt öðruvísi farið hjá leiðbeinend- um á leikskólum þar sem einungis 16% telur að svigrúm til launahækkana sé mikið og 72% að svigrúmið sé lítið. Þeir sem starfa við umönnun aldraðra eru einnig svartsýnir þar sem 55% telur að svigrúmið sé lítið og 26% að svigrúmið sé mikið. Það kemur því ekki á óvart að einungis 15% þeirra sem starfa við umönnun aldraðra fóru í launaviðtöl og 18% leiðbeinenda á leikskól- um. Þá töldu einungis 10% leiðbeinenda að launasamtalið hefði skilað árangri og 33% þeirra sem starfa við umönnun á sama tíma og 68% þeirra sem fóru í launaviðtöl í Flóan- um töldu að viðtalið hefði skilað árangri. Þeim fjölgar milli ára sem fara í launaviðtal. Þriðjungur taldi að launaviðtöl hefðu skilað árangri. Erfiðast fyrir þá sem vinna umönnunarstörf að sækja sér launahækkun

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==