Efling 2-2018

30 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Vorfagnaður Nú fer að styttast í hið árlega kaffiboð fyrir Eflingarfélaga 70 ára og eldri en það verð- ur haldið sunnudaginn 6.maí nk. Kaffiboðið verður í Gullhömrum í Grafarholti að venju og verður húsið opnað kl. 13.30. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti en einnig verða fjöl- breytt skemmtiatriði og leikið fyrir dansi. Engir miðar heldur nafnalisti við innganginn Félagsmenn þurfa að skrá sig á vorfagnaðinn en ekki verða afhentir miðar eins og hefur verið gert undanfarin á heldur verður nafnalisti við innganginn. Félagsmenn geta skráð sig rafrænt á heimasíðu Eflingar www.efling.is . Skrá þarf nafn, kennitölu, netfang og símanúmer þess sem pantar miðana og velja fjölda miða en heimilt er að taka einn gest með. Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu Eflingar í s. 510 7500 eða mæta á skrifstofuna ef fólki finnst það þægilegra. Skráning á vorfagnaðinn verður dagana miðvikudaginn 2. maí og fimmtudaginn 3. maí og er þá bæði átt við ef fólk skráir sig rafrænt, hringir eða mætir á skrifstofu Eflingar en eins Eldri félagsmenn í Eflingu koma saman á vorfagnaði 6. maí í Gullhömrum Munið að skráning er 2. og 3. maí og áður sagði þá verða engin miðar afhentir þar sem nafnalisti verður við innganginn. Bréf eru send út til allra félagsmanna sem eru 70 ára og eldri. Alltaf mikil gleði í loftinu á Gullhömrum Við ákváðum að fara þessa leið og þannig auðvelda fólki að skrá sig á vorfagnaðinn sem á erfitt með að nálgast miða hingað á skrifstofuna, segir Sigurrós en í ár geta félagsmenn skráð sig á ballið rafrænt eða í gegnum síma. Ekki verða afhentir miðar þar sem nafnalisti verður við innganginn. Að sjálf- sögðu tökum við á móti fólki ef það vill mæta á skrifstofuna og skráum það á vorfagnaðinn. Dagarnir sem hægt verður að skrá sig eru miðvikudagurinn 2. maí og fimmtudagurinn 3. maí. Sigurrós segir að hún hlakki alltaf til þessa viðburðar. Það er alltaf svo mikil gleði í loftinu og gaman að fá tækifæri til að spjalla við eldri félagsmenn og eiga með þeim góðar stundir. Boðið er upp á glæsilegt kaffihlað- borð og endað á dansleik. - segir Sigurrós Kristinsdóttir Skattframtalið – Viltu fá aðstoð við að telja fram? Efling-stéttarfélag mun í ár sem fyrr bjóða félagsmönnum uppá aðstoð við gerð skattframtala. Félagsmenn geta nú þegar pant- að tíma í síma 510 7500 en aðstoðin verður veitt laugardaginn 10. mars og sunnudaginn 11. mars ef þörf er á. Gert er ráð fyrir einföldum framtölum, en ef um flóknari framtöl er að ræða svo sem um kaup og sölu eigna þarf að tilgreina það sérstaklega. Aðstoðin við skattframtölin miðast við félagsmenn og maka þeirra. Geta skal fjölda skattframtala þegar tími er pantaður. Nauðsynlegt er að hafa veflykil eða rafræn skilríki í farsíma meðferð- is í viðtalið. Það er lögmaður Eflingar, Karl Ó. Karlsson hjá LAG lögmönnum, sem hefur umsjón með aðstoðinni við skattframtölin. Á skrifstofu Eflingar má fá allar nánari upplýsingar um viðtalstíma og gögn sem hafa þarf meðferðis í viðtalið.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==