Aðalfundur 26. apríl 2018

20 við þær verklagsreglur sem gilda í þessu samstarfi. Þetta samstarf er ávallt í endurskoðun og er sífellt að breytast og aðlagað þannig að þjónustan sé nýtt í þágu allra hags- munaðila. Aðrir samstarfsaðilar VIRK, eru t.d. Vinnumálastofnun, Grensás, Reykjalundur, Landspítalinn og sveitarfélög. Haldnir eru reglulegir fundir með þessum aðilum m.t.t. að beina einstaklingum í þjónustu VIRK þegar við á. Markmið þjónustunnar er alltaf það sama, að aðstoða einstaklinga út á vinnumarkað í kjölfar veikinda. VERKEFNI Í STARFSENDURHÆFINGU Á STARFSÁRINU VIRK hefur komið að mörgum verkefnum sem sett hafa verið á laggirnar af hálfu ríkisins, Vinnumálastofnunar, sveitarfélaga og fleiri aðila. Allt eru þetta verkefni til að stuðla að því að styðja við endurkomu einstaklinga á vinnumarkað. Ráðgjafar VIRK vinna að starfsendurhæfingu þjónustu- þega í samráði við marga aðila, bæði heilbrigðisstarfsfólk, fyrirtæki og stofnanir. Ráðgjafi getur því þurft að vinna að máli einstaklings í samráði við heilsugæslu, sérfræðilækna, Vinnumálastofnun, þjónustumiðstöðvar og fleiri aðila, ef við á. Atvinnutenglar VIRK Á árinu 2017 var sett af stað þróunarverkefni með þann tilgang að efla samstarf VIRK við fyrirtæki og stofnanir um allt land. Markmiðið er að tryggja einstaklingum í starfsendurhæf- S K Ý R S L A S T J Ó R N A R 2 0 1 7 – 2 0 1 8 ingu, farsæla endurkomu á vinnumarkað. Atvinnutenglar VIRK hafa unnið ötult starf í að kynna verkefnið á hinum almenna vinnumarkaði. Markmiðið er að auðvelda einstaklingum sem eru að ljúka starfsendurhæfingu við að finna viðeigandi starf. Atvinnutenglar VIRK hafa heimsótt og kynnt þetta verkefni til hundruða fyrirtækja og stofnana. Það eru um 80 fyrirtæki á landinu sem hafa skrifað undir samstarfsyfirlýsingu og 300 fyrirtæki sem VIRK getur leitað til með þá einstaklinga sem eru að ljúka ferli í starfsendurhæfingu. Þetta starf innan VIRK mun halda áfram að þróast og eflast. Samvinna VIRK og atvinnulífs VIRK hefur unnið að tilraunaverkefni með Landspítalanum í eitt ár. Unnið hefur verið að því að styðja einstaklinga til að sinna starfi sínu, í samstarfi við Landspítalann og VIRK. Einstaklingar sem þurfa heilsu sinnar vegna að minnka við sig vinnu, fá tæki- færi til að minnka starfshlutfall sitt og fá að sinna starfsendur- hæfingu samhliða sinni vinnu á spítalanum. Markmiðið er að starfsfólk geti farið aftur í fyrra starfhlutfall að endurhæfingu lokinni. VIRK hefur nú tekið upp samskonar samstarf við Reykjavíkurborg . Styrkir VIRK haustið 2017 Á hverju ári veitir VIRK styrki til ýmissa málefna tengt virkni- úrræðum, rannsóknum og þróun í atvinnutengdri starfsendur- hæfingu. Á árinu 2017 voru veittir styrkir til 11 aðila. Sérstaklega var horft til virkniúrræða miðuðum að ungu fólki og til rann- sóknar-og þróunarverkefna tengdu ungu fólki. Var horft sér- staklega til unga fólksins m.a. vegna þess að hlutfall yngra fólks meðal einstaklinga í starfsendurhæfingu hjá VIRK hefur farið vaxandi undanfarin ár. VIRK stendur fyrir ráðstefnum og fundum VIRK stendur fyrir ýmsum fundum og ráðstefnum í tengslum við starfsendurhæfingu. Þannig sinnir VIRK hlutverki sínu við að fræða, stuðla að vitundarvakningu og samvinnu fagaðila, fyrirtækja og stofnana um starfsendurhæfingu. Ráðgjafar VIRK hjá Eflingu eru duglegir að sækja sér þekkingu á fundum sem þessum og sóttu tvo fundi á síðasta ári á vegum VIRK. Í september 2017 var haldinn umræðufundur VIRK og ÖBÍ um starfsgetumat, stöðu þess og næstu skref . VIRK starfsendurhæfingarsjóður og Geðhjálp stóðu fyrir morgunfundi um geðheilbrigði á vinnustöðum á Grand Hótel í október 2017 í tilefni af Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum. Ingibjörg Ólafsdóttir, sviðsstjóri hjá starfsendurhæfingarsjóði

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==