Aðalfundur 26. apríl 2018

23 Fyrirtæki sem fengu Fræðslustjóra að láni voru 13 talsins og þar að baki eru rúmlega 1000 starfsmenn. Afraksturinn er fræðsluáætlun til allt að tveggja ára sem byggð er á ítarlegri þarfa- og hæfnigreiningu starfsfólks og stjórnenda samhliða stefnu fyrirtækis. NÝJUNGAR HJÁ STARFSAFLI Opinn ársfundur Síðastliðið vor var haldinn opinn ársfundur, en til fundar- ins var fulltrúum þeirra fyrirtækja sem hafa sótt í sjóðinn sl. ár sérstaklega boðið ásamt ráðgjöfum sem starfa með sjóðnum, eigendum sjóðsins og velunnurum. Dagskrá var áhugaverð þar sem meðal annars komu fulltrúar fyrirtækja og kynntu verkefni sem Starfsafl styrkti og veittu innsýn í fræðslu og reynslu fyrirtækjanna. Kaffimorgnar Tekin hefur verið upp sú nýbreytni að vera með reglulega kaffimorgna á skrifstofu Starfsafls undir heitinu Er fræðsla í bollanum þínum? Þessir morgnar hafa verið vel sóttir og ljóst að þeim verður framhaldið. Það er mikilvægt fyrir starfsfólk Starfsafls að eiga gott samtal og þá er ekki síður ávinningur fyrir gesti að koma á skrifstofu Starfsafls, kynnast sjóðnum betur, heyra hvað aðrir eru að gera í sínum mannauðs- og fræðslumálum og mynda gagnlegar tengingar. TRÚNAÐARMANNAFRÆÐSLAN MIKILVÆG Í STARFSEMI FÉLAGSINS Að jafnaði eru um 250 trúnaðarmenn við störf ár hvert. Trúnaðarmannanámskeið I og II hafa gengið vel og sóttu alls 70 trúnaðarmenn námskeiðin á síðastliðnu ári. Námskeiðin standa yfir í eina viku og hefur sá háttur skilað samheldnum hópi í lok námskeiðs. Góð tengsl hafa myndast milli trúnað- ar- og starfsmanna stéttarfélagsins á meðan á námskeiðun- um stendur. Leiðtoganámskeið fyrir trúnaðarmenn var haldið í annað sinn í janúar sl. Markmið námskeiðsins er að efla leiðtoga- hæfileika þátttakenda og byggja á þeim styrkleikum sem þeir hafa. Mikil áhersla er lögð á að þátttakendur læri að þekkja sjálfa sig betur m.a. læra að bera kennsl á mismun- andi manngerðir og hvernig hver og einn bregst við út frá sinni upplifun, virkri hlustun, spurningatækni, tímastjórnun, markmiðasetningu og samræðutækni. Tveir morgunverðafundir voru með trúnaðarmönnum nú í vor auk þess sem ákveðnir hópar voru boðaðir á upplýs- ingafundi vegna kjaramála. Árlegi vorfundur trúnaðarmanna var í maí síðastliðnum þar sem öllum trúnaðarmönnum Eflingar var boðið. Málefni fundarins voru húsnæðismálin og voru Björn Traustason hjá Bjargi íbúðarfélagi og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ ræðu- menn fundarins. Félagsmálaskóli alþýðu hefur boðið upp á ýmis styttri nám- skeið, mörg hver einnig rafrænt og hafa þó nokkrir trúnað- armenn félagsins nýtt sér það. FÉLAGSLEG FRÆÐSLA Árið 2017 var lögð áhersla á margvísleg námskeið er snúa að samskiptum og sjálfsumhyggju auk skyndihjálpar og starfslokanámskeiða. Boðið var upp á verkstjórn á slysstað, starfslokanámskeið á pólsku og ensku, markþjálfun, vakta- vinnu og vellíðan, Mitt allra besta, Sigraðu sjálfan þig og fleira. Námskeiðin mæltust vel fyrir og munum við halda áfram að bjóða upp á slík námskeið. FRÆÐSLA UM VINNUMARKAÐINN Á starfsárinu var farið í heimsóknir í framhaldsskóla á höfuð- borgarsvæðinu. Í þessum heimsóknum er fjallað um vinnu- markaðinn og réttindi og skyldur þeirra sem eru í vinnu. Einnig fékk Efling í heimsókn nokkra hópa ungs fólks frá nokkrum fræðslu- og úrræðaraðilum. Hefðbundin fræðsla var einnig á ýmsum starfstengdum námskeiðum í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar. SAMSTARF MÍMIS OG EFLINGAR Efling hefur átt gott samstarf við Mími líkt og undanfarin ár. Mímir hefur skipulagt og haldið utan um mörg þau námskeið sem Efling hefur boðið félagsmönnum upp á. Félagsmenn Eflingar hafa auk starfsmenntanámskeiða sótt í náms- og starfsráðgjöf, námsleiðirnar Aftur í nám, Grunnmenntaskólann og Menntastoðir. S K Ý R S L A S T J Ó R N A R 2 0 1 7 – 2 0 1 8 Fjóla Jónsdóttir, fræðslustjóri Eflingar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==