Aðalfundur 26. apríl 2018

31 S K Ý R S L A S T J Ó R N A R 2 0 1 7 – 2 0 1 8 • Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um rekstrarhæfi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum samstæðuárs- reikningsins í áritun okkar. Ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi þurfum við að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi félagsins. • Metum í heild sinni hvort samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, metum framsetningu, uppbyggingu, innihald og þar með talið skýringar við samstæðuársreikninginn með tilliti til glöggrar myndar. Okkur ber skylda til að upplýsa stjórn meðal annars um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem komu upp í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirlit sem komu fram í endurskoðuninni, ef við á. Kópavogur, 18. apríl 2018 Deloitte ehf. Benóní Torfi Eggertsson endurskoðandi Áritun skoðunarmanna Við undirritaðir félagslega kjörnir skoðunarmenn höfum yfirfarið þennan samstæðuársreikning og með tilvísun til áritunar endur- skoðanda félagsins leggjum við til að hann verði samþykktur. Reykjavík, 18. apríl 2018 Helgi Helgason Ruth Arelíusdóttir félagskjörinn skoðunarmaður félagskjörinn skoðunarmaður

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==