Aðalfundur 26. apríl 2018

49 S K Ý R S L A S T J Ó R N A R 2 0 1 7 – 2 0 1 8 BARÁTTUDAGURINN 1. MAÍ Eins og venja er á þessum degi hófst hin formlega dagskrá á Ingólfstorgi laust eftir kl. 14:00. Gangan niður Laugaveginn tókst vel en úrhellisrigning setti sterkan svip á hátíðarhöldin en þrátt fyrir mikla rigningu voru fjölmargir sem mættu í kröfugönguna en síðustu árin hefur fjölmenni tekið þátt í göngunni undir taktfastri tónlist lúðrasveita. Lesin voru áhrifamikil hvatningarorð úr ávarpi dagsins. Undanfarin ár hefur Ingólfstorg iðað af fólki og tókst vel til að glæða neistann með barátturæðum. Þegar fundinum lauk á Ingólfstorgi bauð Efling-stéttarfélag upp á kaffi í Valsheimilinu að Hlíðarenda í Vodafone höllinni. Félagsmenn Eflingar voru eins og jafnan áberandi í göngunni niður Laugaveginn með fána félagsins í forgrunni. Það var síðan margt um manninn í kaffinu í Valsheimilinu þar sem fólk kom saman og spjallaði við vini og kunningja að aflokn- um stemmningsfundi á Ingólfstorgi. FRAMTALSAÐSTOÐ Í BOÐI EFLINGAR Framtalsaðstoð var að venju boðin félagsmönnum Eflingar helgina 10.-11. mars sl. Framtalsaðstoðin var mikið nýtt hér á árum áður og dugði ein helgi ekki í þessa vinnu þó að lög- menn félagsins og nokkrir starfsmenn stæðu vaktina heila helgi. Þá var þrautalending að bæta við nokkrum kvöldum vikuna á eftir. Nú er breytingin sú að fjöldi skattgreiðenda vinnur þessi framtöl í tölvunni heima og sendir rafrænt til skattyfirvalda. Því hefur fækkað í þeim stóra hópi sem leitar eftir þessari þjónustu hjá Eflingu en ennþá er nokkuð stór hópur sem kemur á skrifstofu félagsins til þess að fá aðstoð í skattamálum. Það var Karl Ó. Karlsson lögmaður sem stýrði vaskri stjórn aðstoðarmanna við þetta verkefni. ÁTAK Í KYNNINGARMÁLUM EFLINGAR Það eru allmörg ár síðan Efling-stéttarfélag hefur unnið sérstök verkefni í kynningarmálum en tvisvar sinnum áður á ferli félagsins hefur það staðið að öflugum kynningarmálum í fjölmiðlum. Þetta hefur verið gert með því að sýna fólkið í Eflingu að störfum eða vekja athygli á kjörum félagsmanna. Markmiðið hefur annars vegar verið að reyna að hafa áhrif á almenningsálitið með því að leggja áherslu á mikilvægi þeirra starfa sem félagsmenn Eflingar vinna. Hins vegar er reynt að koma því til skila að þessi störf launafólks innan Eflingar séu oftar en ekki vanmetin til launa. Í síðustu skýrslu stjórnar var greint frá upphafi þessa verkefnis árið 2016 og vinnunni sem fram fór á árunum 2016 og 2017. Það er ekki nóg að hafa plan, það þarf að framkvæma Eins og greint var frá í síðustu skýrslu varð Auglýsingastofan PIPAR TBWA samstarfsaðili Eflingar í þessu átaki. Tveir FÉLAGSMÁL

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==