Aðalfundur 26. apríl 2018

51 S K Ý R S L A S T J Ó R N A R 2 0 1 7 – 2 0 1 8 Í nánast öllum tölublöðum eru viðtöl við þá sem eru í ýmiss konar námi tengdu félaginu og þá er jafnan fjallað um öll nýmæli sem fræðsludeildin er að vinna að á hverjum tíma, bæði í innri fræðslusjóðum félagsins og í Starfsafli, mennta- skrifstofu Flóabandalagsfélaganna. MINNT Á SJÚKRASJÓÐ OG STARFSENDURHÆFINGU Þá hefur einnig verið minnt á mikilvæg réttindi í sjúkrasjóði í hverju tölublaði Fréttablaðs Eflingar og einnig vakin athygli eins og kostur er á þjónustu ráðgjafa félagsins í starfsend- urhæfingu þar sem um mjög mikilvæg réttindi og þjónustu er að ræða í félaginu. Þá er mikil áhersla lögð á viðtöl við þá sem hafa reynslu af starfsendurhæfingu til að kynna þessa starfsemi sem best og draga fram þann mikla árangur sem er að nást með þessum þætti starfsemi Eflingar og VIRK. KJARAMÁL ERU KJÖLFESTA FÉLAGSINS Eins og eðlilegt er fer mest rými í blaðinu og á vef félagsins í umfjöllun um kjara- og samningamál en á tímabili kjara- samninga er þetta efni alltaf mjög fyrirferðamikið og reyndar er það stefna að ekkert tölublað Eflingar sé án umfjöllunar um kjara- og samningamál þar sem þau eru sú stoð sem allt annað starf félagsins hvílir á. Þá er alltaf í hverju tölublaði ýmiss konar efni sem tengist bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar á fyrri tíð en Efling-stéttarfélag býr yfir mjög merku mynda- og skjalasafni félagsins og eldri félaga sem er stöðug uppspretta efnis í blaðið. KYNNTAR NIÐURSTÖÐUR MIKILVÆGRA DÓMSMÁLA Þá er leitast við að kynna niðurstöður í dómsmálum sem skipta máli fyrir launafólk og eru lögmenn okkar hjá LAG lög- mönnum, þau Karl Ó. Karlsson og Anna Lilja Sigurðardóttir dugleg að vinna þau mál og gera úr þeim læsilegt efni fyrir félagsmenn. BREYTINGAR OG ÞRÓUN HEIMASÍÐU HEIMASÍÐAN Á ENSKU OG PÓLSKU Heimasíðan tók nokkrum breytingum á síðasta starfsári en stærsta og þýðingarmesta breytingin var að setja hana á ensku og pólsku fyrir erlenda félagsmenn. Nú er hægt að færa sig á milli tungumála á síðunni og velja á milli þriggja tungumála, íslensku, ensku og pólsku. Aðaláherslan var lögð á kjaramálaþáttinn enda mikilvægt að erlendir félagsmenn þekki réttindi sín á íslenskum vinnu- markaði. Var því allt kjaramálaefnið á íslensku þýtt yfir á pólsku og ensku. Efni sem fellur undir önnur svið var ekki beinþýtt en textar frá dagbók félagsins og félagsblöð- um var nýtt við þýðingu á öðru efni og má nú nálgast upplýsingar um alla starfsemi félagsins á þessum þremur tungumálum. Stefnan er að bæta við þýðingu á fleiri sviðum en heimasíð- an er í stöðugri þróun. Um leið og heimasíðan er komin á fleiri tungumál leiðir það af sér meiri vinnu en í stað þess að uppfæra launataxta á einum stað eins og áður var verður nú að gera það á þremur stöðum. Eins er nauðsynlegt að hafa gott skipulag á innsetningu á efni þar sem er verið að vinna með texta á tungumáli sem ekki allir skilja. Þessi vinna hefur aftur á móti gengið vel. REIKNIVÉL FYRIR STARFSFÓLK Í HÓTEL- OG VEITINGAGEIRANUM Í kjölfar þess að allt kjaramálaefni heimasíðunnar var þýtt yfir á ensku og pólsku var ákveðið að ráðast í gerð reiknivél- ar fyrir starfsfólk í hótel- og veitingageiranum til að auðvelda þeim að sjá hvort þeim væri greitt undir lágmarkslaunum. Er reiknivélin því á íslensku, ensku og pólsku enda undir kjara- málum. Talsvert er um að verið sé að greiða félagsmönnum í þessum geira fast tímakaup eða svokölluð jafnaðarlaun, óháð því hvort unnið sé á daginn, kvöldin eða um helgar. Á þetta sérstaklega við um störf í hótel og veitingageira sem ekki uppfylla fyrirkomulag vaktavinnusamninga. Með einföldum hætti geta félagsmenn nú sett inn ákveðnar forsendur í reiknivélina sem sýnir hver mánaðarlaun eru skv. launaseðli og borið saman við lágmarkslaun skv. kjara- samningi og þannig séð hvort þeir séu að fá greitt undir lágmarkslaunum eða ekki. HEIMASÍÐAN Í STÖÐUGRI ÞRÓUN Ásýnd forsíðu heimasíðunnar hefur einnig breyst en auk þess að gera síðuna notendavænni í snjallsíma voru helstu breytingar þær að settir voru hlekkir fremst á forsíðu- myndina sem fólk getur smellt á. Meira er lagt upp úr framsetningu á Fréttablaðinu og þegar smellt er á þann hlekk birtast myndir af síðustu blöðum sem gerir alla fram- setningu mun skemmtilegri og lifandi. Jafnframt er nú meira lagt upp úr því að fólk sjái fleiri fréttir strax á forsíðunni en nú eru birtar sex fréttir á forsíðunni en ekki þrjár eins og áður var. Eiga þessar breytingar þó aðeins við íslenska hluta heimasíðunnar þar sem ákveðið var að þýða ekki fréttir á ensku og pólsku. Ljóst er að mikill tími og vinna myndi fara í þýðingu á öllum fréttum og að halda utan um þrjár fréttasíður í stað einnar og því var ákveðið einbeita sér að kjaramálaefninu fyrst um sinn og fræðsluefni um aðra sjóði félagsins. Allar mikilvægar fréttatilkynningar eru þó þýddar yfir á pólsku og ensku og birtar á pólska og enska vefhlut-

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==