Aðalfundur 26. apríl 2018

7 haldnir átta fundir í stjórn Eflingar. Alls hafa því 16 stjórnar­ fundir verið haldnir á starfsárinu en að jafnaði eru fundir haldnir á tveggja til þriggja vikna fresti yfir veturinn og gert hlé yfir hásumarið. Á þessu tímabili hafa verið haldnir sex trúnaðarráðsfundir, þrír fyrir áramót, og þrír eftir áramót auk aðalfundar á tímabilinu. FUNDIR MEÐ FÉLAGSMÖNNUM – AUKIÐ VIÐ AÐSTOÐ LÖGMANNA Fjöldi félagsmanna leitar til skrifstofu Eflingar á hverjum degi eftir aðstoð eða stuðningi í málum sem þeir glíma við á sínum vinnustað. Stór hluti af starfsemi Eflingar fer þannig fram á fundum með félagsmönnum, vinnustaðafundum og fundum á Eflingu með einstökum hópum félagsmanna. Auk funda með félagsmönnum á skrifstofu og vinnustöðum eru innri fundir í stjórnum sjóða félagsins, fundir um einstök málefni, með einstökum hópum um tilfallandi mál og síðan eru starfsmenn og forystumenn oft kallaðir til aðstoðar við lausn ýmissa mála á vinnustöðum. Þannig hafa fjölmargir fundir verið haldnir með félagsmönnum á vinnustöðum á starfsárinu eins og undanfarin ár, bæði til að standa fyrir kjöri trúnaðarmanna og fjalla um ýmis mál sem tengjast kjarasamningum bæði á almennum markaði og hinum opin- bera. Þá er ónefnt starf félagsins að vinnustaðaeftirliti sem gerð er sérstök grein fyrir síðar í skýrslunni. Þá má nefna að vegna annríkis lögmanna á skrifstofu Eflingar hefur viðveru- tími þeirra á skrifstofunni verið lengdur á hverjum þriðjudegi þannig að lögmaður er nú með viðveru allan þriðjudaginn í viku hverri til aðstoðar og ráðgjafar við starfsmenn og félagsmenn. FUNDIR SAMNINGANEFNDARINNAR Síðasti fundur samninganefndar Flóabandalagsins var haldinn 27. febrúar 2018 en þar samþykkti meirihluti fundar- manna að segja upp aðalkjarasamningi Flóafélaganna og SA. Jafnframt samþykkti fundurinn einróma að heimila for- manni samninganefndar að framselja ákvörðunartöku samn- inganefndar ASÍ til formannafundar ASÍ. Formannafundur tók síðan ákvörðun um að segja ekki upp samningum þannig að núgildandi samningar Flóans verða í gildi til áramóta 2018–2019. VORFUNDUR TRÚNAÐARMANNA HÚSNÆÐISMÁLIN BRENNA Á FÓLKI Trúnaðarmenn Eflingar úr hinum ýmsu starfsgreinum sóttu hinn árlega vorfund trúnaðarmanna þann 18. maí 2017 á Grand Hótel. Efling hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að bjóða trúnaðarmönnum upp á fræðslu á sviði kjara- og félagsmála og tileinkaði fundinn húsnæðismálum sem mjög brenna á fólki í dag. Fram kom á fundinum að staðan í dag væri sú að ekkert öryggi er í húsnæðismálum, stór hópur fólks getur hvorki keypt né leigt og hefur ekki aðgang að félagslegu húsnæði sveitarfélaga. Stjórnvöld hafa skilið þennan hóp eftir í alger- um vítahring. Þetta birtist m.a. í því að mikil fjölgun hefði verið á leigumarkaði undanfarin ár og margir búa við veru- lega íþyngjandi húsnæðiskostnað. Almennt er talið eðlilegt að 20–25% af ráðstöfunartekjum fari í húsnæði en í dag er húsaleiga að meðaltali 42% af ráðstöfunartekjum heimilisins. S K Ý R S L A S T J Ó R N A R 2 0 1 7 – 2 0 1 8 Stjórn Eflingar 2017–2018

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==