Efling Sumarið 2018

ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 3 OR LOF S B LAÐ E F L I NGAR 2 0 1 8 Ágætu Eflingarfélagar! Um þetta leiti árs er orlofsdeild Eflingar að leggja lokahönd á undirbúning fyrir orlofs- sumarið og hnýta alla lausa enda þar að lútandi. Þegar þið fáið í hendur Orlofsblað- ið 2018, er hægt að hefjast handa við að skipuleggja sumarið og skoða hvort eitthvað hinna 54 orlofshúsa sem í boði eru komi inn í þá skipulagningu. Þó að orlofshúsin séu að sjálfsögðu þunga- miðja starfsemi orlofssjóðs og mikil ásókn í þau alla jafna, er ýmislegt annað einnig í boði sem félagsmenn geta nýtt sér og hafa gert í ríkum mæli. Þar má nefna Veiðikort og Útilegukort sem notið hafa mikilla vinsælda og einnig má minna á að til sölu eru einnig afsláttarmiðar hjá Icelandair og Úrval Útsýn fyrir þá sem það geta nýtt sér. Rétt er svo að minna á að í þessu blaði er að finna allar nánari upplýsingar um húsin okkar og annað sem félagsmönnum stendur til boða og geta vonandi fellt að sumarleyf- um sínum. Mikill metnaður hefur verið lagður í það á síðustu árum að byggja upp og endur- bæta orlofshús félagsins og má með nokkru sanni segja að þau séu flest í fremstu röð, mörg nýleg og afar vel búin og önnur mikið endurbætt. Er það mikil breyting frá því er áður var. Helsta breytingin sem félagsmenn sjá fyrir þetta sumar er að enn er bætt við nýjum húsum í orlofsbyggðinni í Svignaskarði og bætast tvö við þetta sumarið og eru þá alls tíu nýleg hús í boði þar auk sex af eldri gerð. Úthlutunarreglur! Rétt er að minna á að úthlutun húsa fer alfar- ið eftir réttindum hvers og eins félagsmanns, þ.e. hve lengi hefur verið greitt til félagsins. Réttindahæstu félagsmenn njóta forgangs í þrepaskiptu kerfi og opnast fyrir bókanir fyrir þá á orlofsvefnum á ákveðnum dagssetning- um eftir punktainneign. Þetta fyrirkomulag er kynnt rækilega í blað- inu og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér úthlutunarferlið vel og vera undirbún- ir er að opnum kerfisins kemur. Það er mikilvægt! Bókanir fara fram á orlofsvefnum þó enn verði hægt að fá upplýsingar og aðstoð á skrifstofu Eflingar. Að lokum viljum við minna á að orlofshúsin eru sameign allra félagsmanna og hvílir sú skylda og ábyrgð á leigutökum að ganga vel um og skila af sér húsinu til næstu leigjanda í því ástandi sem hver og einn vill koma að því. Þannig tryggjum við að allir notend- ur húsanna eigi ánægjulegri dvöl og njóti sumarleyfisins betur! Sumarkveðjur, stjórn Orlofssjóðs Eflingar Senn kemur sumarið Sumarið 2018 Summer vacation 2018 This is the time to organize and dream of your vacation. In this summer edition of the Efling recreational magazine that is intended for our union members, you will find all the necessary information about our summer houses, the gift certificates for flights with Icelandair and with Úrval Útsýn, and refunds for accomodations in Iceland, and discounts for fishing and camping. You will also find information about our day trips in August. In this holiday magazine you will also find all the relevant information about the appli- cation dates and trips. When to apply, and when the required payment is due. We would also like to point out that union members earn their rights to the holiday fund on the basis of monthly payments to the fund. We wish all our union members a pleasant holiday and ask at the same time, to take good care of the houses. Remember that these houses and facilities are owned by the union members and therefore, they should always leave the houses in good, clean condition. Remember our slogan: Good conduct – enjoyable stay. Best regards from the Holiday department of Efling-Union. sjáðu alla möguleikana! Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==