Efling Sumarið 2018

34 ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS OR LOF S B LAÐ E F L I NGAR 2 0 1 8 Hver félagsmaður í starfi ávinnur sér punkta- inneign, og við úthlutun orlofshúsa, raðar tölvukerfið umsóknum eftir fjölda punkta, þ.e. þeir umsækjendur sem hafa flesta punkta eru efst í röðinni og svo koll af kolli. Lífaldur ræður ef punktar tveggja eru jafnir þ.e. sá sem er eldri fær fyrst úthlutað (hefur forgang). Punktasöfnun Fjöldi punkta markast af greiðslum til félags- ins en reynt er að búa út sem mestan jöfnuð í kerfinu þannig að þeir sem hafa lægri tekjur eigi einnig góða möguleika á að fá úthlutað íbúðum og orlofshúsum. Punktasöfnun miðast við félagsgjöld af laun- um hvers mánaðar. Laun sem eru ¼ af tekju- tryggingu gefa 1 punkt, laun frá því og að fullri tekjutryggingu (um 280.000.-) gefa 2 punkta og 3 punktar fást fyrir greiðslur af öllum launum umfram það. Félagsmenn í atvinnuleit sem greiða félags- gjöld af atvinnuleysisbótum eiga rétt til að sækja um hús sem og lífeyrisþegar og öryrkjar sem halda réttindum hjá félaginu. Punktakerfi og úthlutanir Punktafrád. orl. 29/5–12/6 12/6–14/8 14/8–28/8 Húsflokkur 1 48 60 48 Húsflokkur 2 54 70 54 Húsflokkur 3 60 74 60 Páskar 48–54–60 Punktafrád. sala Gisting 10 Flugafsl.miði 10 Kort 5 Sumarferð 24 Dagsferð 10 Nú styttist heldur betur í að framkvæmd- ir hefjist við nýja orlofshúsabyggð Eflingar í Aratungu við Reykholt í Bláskógabyggð. Sleitulaust hefur verið unnið við undirbúning, hönnun og kostnaðarútreikninga síðast liðið ár og liggja nú fyrir lokateikningar af húsum sem byggð verða á svæðinu. Lokatillögur gera ráð fyrir tveimur húsagerð- um, annars vegar um 90 fm. og hins vegar um 100m 2 . Í báðum tilfellum er um hús að ræða sem uppfylla aðgengiskröfur vegna hjólastóla og hefur öll hönnun tekið mið af því. Geng- ið er út frá því að húsin séu á einni hæð og aðlöguð landinu þannig að þau falli sem best að því og verði laus við tröppur. Alls verður þarna hverfi tólf orlofshúsa sem hugmyndin er að byggja í tveimur áföng- um en hverfið byggir á tveimur götum með íbúðayfirbragði. Er það vegna þess að skipu­ lag sveitafélagsins gerir ráð fyrir íbúðabyggð á þessum byggingareit. Eins og áður hefur komið fram er landskikinn í eigu Eflingar og kom til þegar Verkamannafé- lagið Dagsbrún keypti landið í kringum 1940. Var þá hugmyndin að byggja þar félags- og hvíldarheimili fyrir félagsmenn Dagsbrúnar svo segja má að margra áratuga hugmynd sé á lokastigi og að líta dagsins ljós! Meðfylgjandi eru teikning af 90m 2 húsa- gerðinni sem fyrirhugað er að reisa. Punktafrádrag Húsflokkur 1: Svignaskarð 60 fm. hús, Úthlíð, Flúðir, Illugastaðir, Ölfusborgir, Kirkjubæjar- klaustur, Einarsstaðir, íbúðir Akureyri, Vestmannaeyjar. Húsflokkur 2: Svignaskarð 80 fm., Brekkuskógur, raðhús Akureyri og í Stykkishólmi. Húsflokkur 3: Skarð og Hvammur. Athugið að punktar dragast ekki frá vegna vetrarleigu, eingöngu þegar um sumar- og páskaleigu er að ræða. Bjart yfir Bláskógabyggð Stutt í stóru skrefin! Tillaga að orlofshúsi Eflingar í Aratungu Bláskógarbyggð – 15. febrúar 2018

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==