Efling Sumarið 2018

6 ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS OR LOF S B LAÐ E F L I NGAR 2 0 1 8 Úthlutunarkerfi orlofshúsa Eflingar Ætlar þú að sækja um orlofshús í sumar? Umsóknir eru nú rafrænar – umsókn er fyllt út á bókunarvef orlofssjóðs bæði fyrir páska – og sumarúthlutun. Á bókunarvefnum skal velja orlofshús og svo umsóknir . Umsóknareyðublöð fylgja ekki lengur orlofs- blaðinu og óski félagsmenn eftir aðstoð við að sækja um orlofshús, skal hafa samband við skrifstofu eða senda tölvupóst á orlofssjodur@ efling.is með nafni, kennitölu og símanúmeri. Hér er nánari útlistun á ferlinu: • Ein úthlutun – 200 punktar og yfir . Aðeins félagsmenn sem eiga 200 punkta og meira í kerfinu eru með í þeirri úthlutun - þeir njóta forgangs. Athugið að ekki er lengur seinni úthlutun eins og var áður, heldur opnast bókunar- vefurinn í skrefum, eftir að úthlutun lýkur • Bókunarvefur opnast fyrir félagsmenn með yfir 100 punkta inneign. Eftir þessa fyrstu úthlutun, opnast bókunarvefurinn fyrir félagsmenn sem eiga 100 punkta og meira í 3 daga . Þeir geta bókað í þau hús sem laus eru. Ganga þarf frá greiðslu strax! • Bókunarvefur opnast fyrir félagsmenn með 1 punkt og allt þar yfir . Bókunarvefur opnast fyrir þessa félagsmenn og er opinn í 3 daga . Geta þeir þá bókað sig í þau hús sem laus eru. Ganga þarf frá greiðslu strax! • Bókunarvefur opnast eftir þetta fyrir alla félagsmenn með réttindi. Eftir þetta ferli opnast bókunarvefurinn og gildir þá reglan fyrstur bókar fyrstur fær . Félagsmenn geta þá sjálfir bókað þau hús sem eftir verða. Ganga þarf frá greiðslu strax! Einnig verður hægt að bóka á skrifstofu eða símleiðis. • Við úthlutun er nú eingöngu tekið mið af punktastöðu. Punktastaða félagsmanna mun alfarið ráða og segja til um úrlausn í úthlutun og þeir sem fengu úthlutað á síðasta ári lenda ekki lengur á bið eins og var áður, sem þýðir að allir sem hafa tilskil- inn punktafjölda geta sótt um. Veiðileyfi í Norðurá í Borgarfirði á kostakjörum! Nýtt ferli, rafrænar umsóknir Mikilvægast er að SKOÐA BÓKUNARVEF- INN VEL og þekkja umhverfið þegar það kemur að skráningu umsókna fyrir sumarút- hlutun, sjá nánari leiðbeiningar um bókunar- vefinn á bls. 27. Kannið mikilvægar tímasetningar vegna úthlutunar bls. 32 Aftur á komandi sumri stendur félagsmönnum til boða að kaupa veiðileyfi á neðsta svæði Norðurár í Borgarfirði. Þessi kostur hefur verið í boði sl. fjögur sumur og óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar. Sérstaklega var mikil ánægja meðal gesta er dvöldu í Svignaskarði og höfðu tækifæri til að nýta sér veiðina. Kanna má með laus leyfi og panta í þjónustu- miðstöðinni í Svignaskarði frá 1. maí. Leigjend- ur njóta forgangs til 1. júní, eftir það geta allir pantað. Sími er 893 1767. Allar upplýsingar þar og á svignaskard@simnet.is Veiði hefst 6. júní og eru tvær stangir leyfðar á dag og hægt að kaupa bæði hálfa og heila daga. Verði er mjög stillt í hóf og er aðeins kr. 5.000 fyrir hálfan dag eða kr. 9.000 fyrir heila dags- stöng. Veitt er frá kl. 07:00–13:00 og svo frá 16:00–22:00. Veiðisvæðið og veiðistaðir er vel merkt og aðgengilegt. Á þessu svæði hefur verið stunduð stangaveiði lengi og veiðist þar lax, bleikja og urriði. Einnig er mjög aukin sjóbirtingsveiði þarna seinni hluta sumars og fram á haust. Leyfilegt agn er maðkur, fluga og spúnn. Það er því vel þess virði og um að gera að prófa fyrir sér á þessu veiðisvæði! Nánari upplýsingar um veiðisvæðið, veiði- staði, svæðaskiptingar og veiðivörslu liggja fyrir í þjónustumiðstöð í Svignaskarði, þar er einnig hægt að fá gott kort af svæðinu. Laus leyfi eru seld jöfnum höndum á staðn- um og þarf að staðgreiða þau með pening- um, 5.000 kr. hálfur dagur eða 9.000 kr. heill dagur. Það er von okkar að sem flestir nái að nýta sér þennan nýja frístundamöguleika í sumar. Með veiðikveðju frá Orlofssjóði Eflingar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==