Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

17 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtal Skemmtilegast að prófa sig áfram Khadija hafði aðeins unnið í tvö ár á kaffi- húsi Kaffitárs þegar hún varð Íslands- meistari kaffibarþjóna í vor og hélt síðan út á heimsmeistaramót til að keppa fyrir Íslandshönd. Hún hefur brennandi áhuga á kaffi þó hún segir að stundum geti hún drukkið aðeins of mikið af því. Blaðamaður Eflingar settist niður með henni og spurði hana út í keppnirnar og þennan brennandi áhuga á kaffi. Ég hafði aldrei unnið á kaffihúsi þegar ég sótti um hjá Kaffitári en ég fann strax hve starfið átti vel við mig, segir hún. Khadija byrjaði að smakka kaffi hjá mömmu sinni fjórtán ára gömul og sextán ára var hún byrjuð að hella uppá sjálf. Hún segir þó að ástin á kaffi hafi fyrst kviknað þegar hún smakkaði keníska uppáhellingu eftir að hún var byrjuð að vinna á Kaffitári. Þegar ég smakkaði kaffið þá kom þessi ást og áhugi og ég fann hvað þetta kaffi var allt öðruvísi en allt sem ég hafði smakkað áður. Aðspurð hver sé galdurinn á bakvið árangur- inn segir hún að það séu mjög strangar og langar æfingar númer eitt, tvö og þrjú og svo góð liðsheild. Ég æfði nánast á hverjum degi en það er nauðsynlegt að koma sér upp rútínu þar sem á mótinu hefur maður fimmt- án mínútur til að útbúa tólf drykki og segja á sama tíma frá þeim öllum; fjóra nákvæmlega eins espresso, mjólkurdrykki að eigin vali og frjálsa drykki. Það er ekki mikill tími svo allt þarf að ganga fullkomlega fyrir sig. Hún segir að meðal þess sem dæmt sé er vinnuflæði. Ætlaði aldrei að keppa Um aðdraganda þess að Khadija ákvað að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu segir hún að það hafi verið kynningarfundur um mótið í vinnunni hjá sér. Ég ákvað að mæta og sjá hverjir aðrir myndu mæta. Ég ætlaði aldrei að keppa, segir hún. Á fundinum kviknaði samt áhugi og Khadija hugsaði með sér að hún hefði aldrei gert neitt þessu líkt en ákvað engu að síður að slá til. Ég vissi í raun ekki hvað ég var að koma mér út í. Þrátt fyrir langar og strangar æfingar myndi Khadija ganga í gegnum þær allar aftur. Þetta var mjög skemmtilegt þó þetta hafi verið erfitt. Fjórum dögum fyrir mót breytti ég um kaffi þar sem Kaffitár fékk betra kaffi og þá þurfti ég að breyta allri rútínunni minni. Þar sem hún þurfti að undirbúa það sem hún ætlaði að segja um drykkina þurfti hún að breyta öllum textanum. Ég las upp allt sem ég ætlaði að segja og tók það upp og það var það eina sem ég hlustaði á þessa fjóra daga. Hún segist ekki hafa búist við því að vinna. Mér fannst ég ekki standa mig mjög vel í undanúrslitum en ég komst áfram og svo vann ég, það var óraunverulegt því ég bjóst ekki við því. - segir Khadija Ósk Sraidi, kaffibarþjónn á Kaffitári og Íslandsmeistari kaffibarþjóna Komin á stóra sviðið Heimsmeistaramót kaffibarþjóna var haldið í júní í Amsterdam, Hollandi og þangað mætti Khadija tilbúin í nýja áskorun. Borgin var æðisleg sem og keppnin sjálf, segir hún. Þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður. Úti kepptum við í risastórri höll, það var margt fólk að horfa og sýnt var frá keppninni beint frá netinu. Það var mun meira stress en á Íslandi. Khadija keppti á afmælisdaginn sinn en man ekki mikið eftir því. Ég gekk fram og man ekki mikið meira, segir hún. Allt gekk þó vel og er hún ánægð með árangurinn þó hún hefði ekki náð upp úr undanúrslitum. Þarna var fólk sem hafði keppt í mörg ár en eftir keppnina fékk ég að tala við dómarana og þeir sögðu að ég hefði staðið mig vel og voru hissa á því að þetta hefði verið fyrsta skipt- ið mitt og svona ung. Þeir hvöttu mig til að keppa aftur. Hún segir að kaffiheimurinn sé mun stærri en fólk gerir sér grein fyrir. Ég vissi ekki sjálf hve stór heimur væri í kringum kaffi en úti hitti ég fullt af skemmtilegu fólki sem hefur mikinn áhuga á kaffi. Hér heima er líka hópur fólks sem hittist eftir vinnutíma til að ræða kaffi, fagsmakka, fara í froðuglímu og fl. Gott fólk sem hún vinnur með Þegar Khadija er spurð að því hvað henni líkar best við vinnuna sína segir hún að það sé fólkið sem hún vinni með. Við erum mörg náin og það er hundrað sinnum skemmtilegra þegar maður vinnur með góðu fólki. Það er líka svo gaman að búa til kaffi alla daga og geta prufað sig áfram. Við fáum oft viðskipta- vini sem eru til í smá tilraunir með okkur og það er mjög skemmtilegt. Borgin var æðisleg sem og keppnin sjálf. Þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==