Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

26 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Orlofsmál Mikilvægt að þekkja rétt sinn í veikindum Veikindi gera oft ekki boð á undan sér en mikilvægt er að hafa trygga afkomu ef veikindi bera að garði. Þess vegna þurfa launamenn að vera meðvitaðir um rétt sinn í veikindum til að standa ekki skyndi- lega uppi launalausir. Það skiptir miklu máli að gera sér grein fyrir hve mörgum veikindadögum viðkomandi á rétt á skv. kjarasamningi og hversu margir veikinda- dagar eru nýttir hjá atvinnurekanda á síðustu 12 mánuðum. Það á ekki að koma fólki á óvart þegar veik- indaréttur er fullnýttur en því miður gerist það of oft að veikindarétturinn klárast og launa- maðurinn stendur uppi launalaus um mánaða- mót því hann var ekki meðvitaður um stöðu Ekki segja upp í veikindum Það er einnig mikilvægt að fólk skrifi ekki undir uppsagnarbréf í veikindum eða geri annað sem getur fyrirgert veikindarétti þeirra. Atvinnurekendur eiga að vera undirbúnir undir að þurfa að borga veik- indadaga og eru þessir dagar mikilvæg réttindi fyrir launamanninn. Oft er það ófyrirséð hversu lengi veikindi geta varað og það að fyrirgera veikindarétti styttir heildartímabilið sem hægt er að fá samanlagt í veikindalaun og sjúkradagpeninga. Þú gætir- þurft á því að halda! veikindadaga og atvinnurekandinn lét hann ekki vita. Þú getur séð hver réttur þinn er í veikind- um í kjarasamningum Eflingar eða haft samband við kjaramáladeild félagsins til að fá nánari upplýsingar. Ef þú ert beðin/nn um að skrifa undir starfslokasamning í veikindum er mikil- vægt að ræða strax við kjaramálafulltrúa hjá Eflingu áður en lengra er haldið. Íbúðin er mjög fín og rúmgóð, segir Erne- sto Gaviola Valeriano en hann var fyrsti félagsmaður Eflingar sem fékk að prófa nýja orlofsíbúð Eflingar í Hveragerði. Hann var þar ásamt konunni sinni Mary Rose Iglesias Valeriano og barnabarni og líkaði þeim íbúðin vel. Íbúðin er enda hin glæsilegasta, staðsett á góðum stað í hjarta bæjarins og vel búin öllum helsta búnaði. Ernesto sagði einmitt að staðsetningin væri góð, stutt á Gullfoss og Geysi og fl. spennandi staði. Ánægja með nýja íbúð Íbúðin er á efri hæð að Breiðumörk 19, í sama húsi og skrifstofa Eflingar. Íbúðin er öll nýupp- gerð og allur búnaður og tæki ný. Nánari upplýsingar um íbúðina má finna á www.efling.is Fyrsti gestur í orlofsíbúð í Hveragerði Mary Rose og Ernesto, félagsmenn í Eflingu voru fyrstu gestirnir í nýrri orlofsíbúð í Hveragerði. Af því tilefni bauð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þau velkomin og færði þeim blómvönd.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==