Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

30 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Réttindi Sigur í Félagsdómi Það er ánægjuefni að þann 4. júlí sl. kvað Félagsdómur upp dóm sem staðfestir óskertan rétt vaktavinnufólks til að sækja trúnaðarmannanámskeið. Er um að ræða mikilvæga fræðslu fyrir trúnaðarmenn og er rétturinn bundinn í kjarasamninga. Málsatvik voru þannig að trúnaðarmað- ur Einingar- Iðju taldi sig ekki eiga að tapa reglubundnum launum þó hún mætti ekki á kvöldvaktir í vinnu sinni í beinu framhaldi af trúnaðarmannanámskeiði. Námskeiðið stóð í þrjá daga, frá kl. 9.00 – 16.00. Skv. vaktapl- ani átti trúnaðarmaðurinn að vera á kvöldvakt tvo daga af þessum þremur og var boðið að koma á vakt eftir að námskeiðinu lauk. Því hafnaði trúnaðarmaðurinn enda taldi hann sig vera búinn að uppfylla vinnuskyldu sína þá daga í formi setu á námskeiðinu. Atvinnu- rekandinn í málinu hafnaði hinsvegar kröfunni þar sem ekki hafi verið eiginleg skörun vinnu- tímans við tímasetningu námskeiðsins og neitaði að greiða laun vegna þessara vakta. Niðurstaða Félagsdóms í málinu er skýr og ótvíræð um það að krafa um að trúnaðarmað- ur ynni kvöldvaktir strax í kjölfar námskeiðsins ella sæta annars launaskerðingu hamlaði rétti Trúnaðarmenn eiga rétt á að sækja nauðsynlega fræðslu hennar til að sækja trúnaðarmannanámskeið enda fæli það í raun í sér 16 tíma vinnudag sem samræmist hvorki ákvæðum kjarasamn- inga né laga. Það hefur verið áralöng túlkun að trún- aðarmenn eigi óskertan rétt að sækja sér nauðsynlega fræðslu og því er það fagnaðar- efni að það hefur nú verið staðfest með dómi Félagsdóms. Hægt er að sjá dóm Félagsdóm inn á vef ASÍ www.asi.is Ert þú ekki örugglega að nýta rétt þinn? Það er ýmislegt í boði fyrir félagsmenn Eflingar sem eru hættir á vinnumarkaði vegna aldurs eða örorku og hvetur stéttarfélagið félagsmenn til að nýta sér rétt sinn. Sem dæmi má nefna að hægt er að sækja um styrki úr sjúkrasjóð í allt að 24 mánuði eftir að þeir hætta að greiða ef greidd voru af þeim iðgjöld til sjóðsins samfellt í a.m.k. 5 ár á undan. Þar má nefna líkamsræktarstyrki, gleraugna- styrki, styrki vegna krabbameinsskoðana og margt fleira. Sjá nánar um styrkina á heimasíðu Eflingar www.efling.is Félagsmenn halda áunnum réttindum sínum í fræðslusjóði í allt að 24 mánuði og geta sótt um styrki fyrir námskeiðum fyrir allt að 100 þúsund kr. Sjá nánar um styrkina á heimasíðu Eflingar www.efling.is Hægt er að kaupa Veiðikortið og Útilegukortið á afslætti í allt að tvö ár eftir að vinnu er hætt og ef fólk á ákveðinn punktafjölda. Eins er líka hægt að kaupa afsláttarbréf Icelandair og Úrval Útsýn og fá niður- greidda gistingu hjá innlendum ferðaþjónustuaðilum í allt að tvö ár eftir að vinnu er hætt ef punktainneign félagsmanns er til staðar. Alltaf má sækja um orlofshús sama hvort um er að ræða sumar, vetur eða páska. Efling á og rekur nú 52 orlofshús auk þess sem hús og íbúðir eru teknar á leigu víða um land til að auka fjölbreytni og möguleika félagsmanna. Efling skipuleggur ávallt dagsferðir í lok sumars sem allir félags- menn geta skráð sig í. Efling bíður upp á skattaaðstoð þar sem allir félagsmenn geta bókað tíma. Lögfræðiaðstoð Eflingar er alltaf á þriðjudögum milli kl. 13.00- 16.00 og er opin öllum félagsmönnum. Jólaball Eflingar er alltaf haldið í desember og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. 1.maí kaffið þarf nú vart að nefna en þá hittast oft gamlir félagar og fá sér kaffi saman og að sjálfsögðu vonast Efling alltaf til að sjá sem flesta, hvort sem þeir eru að vinna eða ekki. Efling býður upp á fjölda námskeiða á hverju hausti og vori endur- gjaldslaust. Á tímamótum er spennandi námskeið fyrir þá sem eru að hætta á vinnumarkaði sökum aldurs en í ár er einnig boðið upp á námskeið á pólsku. Kaffiboð fyrir eldri félagsmenn er haldið einu sinni á ári, núna á vorin. - Efling stendur með þér Þegar þú ert hætt/ur að vinna?

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==