Orlofsblað Eflingar Sumarið 2021

40 ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS Ætlar þú að sækja um orlofshús í sumar? Úthlutunarkerfi orlofshúsa Eflingar Úthlutunartímabil eru tvö, fyrir páskana og sumartímann. Leigutímabil yfir páska er ein vika frá miðvikudegi til miðviku- dags og sumartímabilið er 13 vikur, frá síðasta föstudegi í maí til síðasta föstudags í ágúst. Skila þarf inn umsókn á auglýstum umsóknartímabilum og svo er úthlutað eftir punktakerfi sem byggt er á því hversu lengi félagsmaður hefur greitt til félagsins. Upplýsingar um umsóknartímabil og úthlutanir eru kynntar í upphafi árs á heimasíðu Eflingar. Ekki skiptir máli hvenær á umsóknar- tímabilinu sótt er um, kerfið raðar umsóknum eingöngu eftir punktastöðu félagsmanna. Athugið að punktar segja aðeins til um forgang í úthlutun en koma ekki í stað greiðslu . Þeir sem geta sótt um í úthlutun á umsóknartímabilinu 2.–22. mars eru félagsmenn með 200 punkta eða fleiri. Úthlutað er 25. mars og greiðslufrestur er til og með 7. apríl. Svör við umsóknum berast í tölvupósti eftir að úthlutun hefur farið fram. Munið að skrá netfang á bókunarvef og passa upp Bókaðu á vefnum Bókunarvefur Eflingar er einfaldur í notkun og nauðsynlegt er fyrir félagsmenn að hafa aðgang að honum til að geta sótt um hús í sumarúthlutun. Þar er hægt að sjá iðgjaldasögu, punktastöðu, bókunarsögu, leigusamning, fylla út umsóknir í úthlutun þegar umsóknar- tímabil eru opin og bóka beint og greiða laus orlofshús. Bókunarvefurinn er á heimasíðu Eflingar www.efling.is Nýtt: Innskráning Nú þarf að skrá sig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkj- um til að komast inn á bókunarvefinn. Þeir sem ekki eru með rafræn skilríki þurfa að hafa samband við skrifstofu og fá leið- beiningar í gegnum tölvupóst orlof@efling.is á að netfangið sem gefið er upp sé rétt. Hægt er að skrá eða uppfæra netfang undir liðnum stillingar á bókunarvefnum. Eftir að umsóknartímabili lýkur geta félagsmenn bókað þau hús sem enn eru laus. Bókunarvefurinn er opnaður í skrefum: Fyrir félagsmenn með 100 eða fleiri punkta þann 12. apríl . Ganga þarf frá greiðslu strax. Næst fyrir félagsmenn með 1 punkt eða meira þann 15. apríl . Ganga þarf frá greiðslu strax. Að lokum fyrir alla félagsmenn óháð punktastöðu 20. apríl . • Yfir sumartímann er aðeins vikuleiga í boði, frá föstudegi til föstudags. Kynnið ykkur komu- og brottfarartíma á leigusamningi. • Athugið að punktar dragast frá við leigu fyrir sumartímann og yfir páska en ekki yfir vetrartímann. Til að bóka orlofshús beint utan úthlutunartímabils skal velja laus orlofshús . Þar er hægt að sjá hvað er laust og ganga beint frá bókuninni og greiðslu utan úthlutunartíma og yfir vetrartímann. Nánari upplýsingar um húsin má finna á heimasíðu Eflingar www.efling.is/sumarhus Vefurinn er lokaður öðrum en félagsmönnum og þarf að uppfylla m.a. skilyrði um lágmarksaldur og félagssögu. Athugið að kerfið gæti bent félagsmönnum á að hafa samband við skrifstofu til að bóka ef þeir uppfylla ekki skil- yrði um vefaðgang.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==