Orlofsblað Eflingar Sumarið 2021

42 ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS Ertu á leiðinni í ferðalag? Félagsmönnum Eflingar gefst fjölbreyttur kostur á að nýta sér ferðaafslætti en félagið býður Útilegukortið og Veiði- kortið til sölu á afsláttarverði auk gjafabréfa hjá Icelandair og Úrval Útsýn. Einnig er hægt að sækja um niðurgeiðslu á gistingu innanlands gegn framvísun reiknings. Kortin ásamt gjafabréfunum eru seld á skrifstofu félagsins en einnig má panta þau með tölvupósti á orlof@efling.is og þá þurfa að fylgja með upplýsingar um nafn og kennitölu kaup- anda. Þeir sem vilja nýta sér gistiafsláttinn þurfa að skila inn reikningi frá þjónustuaðila á skrifstofu félagsins eða senda á orlof@efling.is Veiðikortið 2021 Veiðikortið er mjög hagkvæmur valkostur og veitir nær ótak- markaðan aðgang að 36 vatnasvæðum víðsvegar um landið þar sem hægt er að tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Það hentar því jafnt veiðimönnum sem og fjölskyldufólki. Með kortinu gefst kostur á að stoppa við falleg vötn, í skemmri eða lengri tíma, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að finna út hvar eigi að kaupa veiðileyfi eða hvort það sé fiskur í vatninu. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Veiðikortið kostar til félagsmanna 5.000 kr . en fullt verð er 8.900 kr. Kortið er selt á afsláttarverðinu á skrifstofu félagsins. Hver félagsmaður getur keypt eitt kort á ári. 5 punktar dragast af punktainneign. Athugið að kortin eru ekki skráð á nafn þess sem kaupir, held- ur er það notandinn sem skráir kennitölu sína á kortið. Hægt er að nota þau sem gjafir. Nánari upplýsingar á http://veidikortid.is Nýttu þér afsláttarkjörin Gistiafslættir ferðumst innanlands Félagsmenn geta sótt um niðurgreiðslu á gistingu innan- lands. Með því er verið að mæta óskum þeirra félagsmanna sem ekki nýta orlofshúsin en kaupa sér gistingu á ferðalögum innanlands. Til að fá niðurgreiðsluna þarf að skila inn löglegum reikningi með nafni félagsmanns og kennitölu frá viðurkenndum þjón- ustuaðila, en félagið niðurgreiðir helming reiknings, þó að hámarki 10.000 kr. Skila þarf reikningnum ásamt bankaupp- lýsingum á skrifstofu félagsins eða senda á orlof@efling.is. Gildir þetta um alla gistingu og einnig pakkaferðir innanlands sem innifela gistingu. Nær þetta einnig yfir leigu á ferðavögnum með sömu skilmálum. Athugið þó að afsláttur gildir hvorki vegna orlofshúsa Eflingar né annarra stéttarfélaga. Á árinu 2021 verða að hámarki 200 slíkir styrkir í boði.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==