Orlofsblað Eflingar Sumarið 2021

4 ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS „Væntanlega hefur engum heilvita manni dottið í hug, að verkalýðurinn mundi láta hagsmunabaráttuna niður falla þótt samtök hans væru fjötruð með ranglátum lögum...“ 1930 – 1940 Fjórði áratugur síðustu aldar einkenndist af djúpri efnahags­ kreppu og miklu atvinnuleysi hjá verkafólki. Fátækt var mikil og húsakostur verkafólks oft skelfilegur. Barátta verkalýðs- hreyfingarinnar var að mestu varnarbarátta sem snerist um að koma í veg fyrir kauplækkanir. 1940 Hernámið á Íslandi gjörbreytti stöðunni á íslenskum vinnu- markaði. Í nánast einu vetfangi breyttist gríðarlegt atvinnu- leysi í skort á vinnuafli. Breski herinn taldi sig ekki þurfa að lúta samningum sem giltu á íslenskum vinnumarkaði varð- andi öryggi og aðbúnað verkamanna, sem olli ólgu í hópi verkafólks. Herinn réði því helst verkamenn sem ekki voru félagsbundnir í stéttarfélag og voru kjör þeirra og aðbúnaður oftar en ekki óviðunandi. 1941 Verkföll hófust hjá Dagsbrún 1. janúar og beindust aðgerðirn- ar bæði gegn íslenskum atvinnurekendum og hernum. Setu- liðið brást við með hótunum um að hætta að ráða íslenska verkamenn til vinnu og nýta hermenn í störfin. Verkamenn litu svo á að hermenn sem gengu í þeirra störf væru verk- fallsbrjótar og útbjuggu svokallað dreifibréf þar sem þeir biðluðu til hermanna að ganga ekki í þeirra störf heldur fyrir réttinum til sumarfrís Skæruhernaður ?? Síðastliðin tvö ár hafa einkennst af mikilli baráttu hjá félagsfólki í Eflingu. Stórir sigrar hafa unnist – en þeir komu ekki af sjálfu sér. Þvert á móti hefur undangengin barátta minnt okkur hressilega á hversu mikið verka- og láglauna- fólk hefur þurft að hafa fyrir hverju einasta framfaraskrefi á vinnumarkaði – og þarf enn. Hvernig væri samfélagið í dag ef verka- og láglaunafólk hefði ekki aftur og aftur risið upp og tekið málin í sínar hendur? Baráttan hefur nefnilega skilað öllu launafólki á Íslandi réttindum sem nú þykja sjálfsögð. Til að mynda að eiga lögbundinn rétt á sumarfríi sem flestum þætti nú óhugsandi að vera án. En þennan dýrmæta orlofsrétt feng- um við sannarlega ekki á silfurfati, frekar en annað. Nú þegar verið er að opna nýja og glæsilega orlofshúsa- byggð fyrir félagsfólk Eflingar í Stóra Fljóti í Biskupstung- um, er ekki úr vegi að rifja upp sögu orlofsréttarins. Þessi glænýja orlofsbyggð á rætur að rekja til ársins 1942, ársins sem Dagsbrún, seinna Efling, samdi um 12 daga orlofsrétt fyrir félagsmenn sína eftir ein mestu átök sem orðið hafa á íslenskum vinnumarkaði. Átök sem oftast eru kölluð skæruhernaðurinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==