Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

10 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S SGS Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands Fundur formanna og varaformanna aðildar- félaga Starfsgreinasambandsins (SGS) var haldinn dagana 31. maí og 1. júní á Hótel Bifröst, en innan SGS er að finna öll stað- bundin félög og deildir almenns verkafólks landið um kring. Sólveig Anna Jónsdótt- ir, formaður Eflingar, tók þátt í fundinum ásamt Sigurrós Kristinsdóttur varaformanni auk þess sem Viðar Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri og Ragnar Ólason kjaramála- fulltrúi hjá Eflingu og stjórnarmaður í SGS voru viðstaddir. Ójöfnuður hefur aukist Á fundinum var rætt um ýmis innri málefni SGS en á fimmtudag flutti Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði erindi þar sem hann greindi frá niðurstöðum rannsóknar sinnar Ójöfnuður á Íslandi . Erindi Stefáns vakti mikla athygli og skapaði heitar umræður meðal formanna og varaformanna aðildarfélaga SGS. Mikilvægt að vinna saman Á föstudag áttu sér stað frekari umræður meðal formanna og varaformanna í tilefni af komandi kjarasamningavetri. Við það tæki- færi hélt Sólveig Anna tölu þar sem hún lagði mikla áherslu á baráttuna gegn ójöfnuði. Hún bar fram þá uppástungu að mögulega mætti hugsa sér eins konar ójafnaðarvísitölu byggða á þeirri aðferðafræði sem Stefán hefur þróað - að fanga stöðu ójafnaðar á hverjum tíma - og að setja skilmála um ákveðna hámarkshækk- un slíkrar vísitölu inn í kjarasamninga sem forsenduákvæði. Þá ræddi Sólveig um þörfina á kerfisbreytingum á hinum samtengdu sviðum lífeyris- og húsnæðismála. Sólveig Anna nefndi sérstaklega að nú þegar íslenskur almenningur bæri miklar vonir til verkalýðshreyfingarinnar væri mikilvægt að vinna saman á grundvelli hugmyndafræði- legs samhljóms og að umræður um markmið og samfélagssýn ættu að vera málefnalegar en snúast ekki um persónur eða klíkur. Hún þakkaði formönnum og varaformönnum innan SGS fyrir ánægjuleg samskipti á fundinum og óskaði eftir fleiri tækifærum til að halda áfram að dýpka þau tengsl á forsendum sameigin- legra áherslna. Fjallað um ójöfnuð og áherslubreytingar í kjarabaráttu á formannafundi SGS Formaður Eflingar kallar eftir áframhaldandi samræðum við leiðtoga hreyfingarinnar um sameiginlegar áherslur Ert þú búin/n að fá hækkun? Launahækkanir á árinu Félagsmenn á almennum vinnumarkaði eiga allir að hafa fengið launahækkun um mánaðamótin maí/júní. Þann 1. maí sl. hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 3%. Þá hækkaði líka lágmarkstekjutryggingin fyrir fulla dagvinnu í 300.000 kr. sem þýðir að allir þeir sem eru í fullri vinnu eiga að fá að lágmarki 300.000 kr. í laun. Laun á opinberum vinnumarkaði hækkuðu 1. júní Laun á á opinberum vinnumarkaði hækkuðu þann 1. júní um 3% og verður lágmarkstekjutrygging fyrir fulla dagvinnu einnig 300.000 kr. You can find information in English about pay raises this year at Eflings’ webpage www.efling.is Informacji w języku polskim na temat podwyżek płac w roku 2018 można zasięgnąć na stronie internetowej Eflingu www.efling.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==