Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

11 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Námskeið - segja Guðný og Þóra Gunnarsdætur Ungliðar hittust og ræddu mikilvæg mál Ungliðar úr stéttarfélögum um land allt hittust 30. maí á Hótel Bifröst, daginn fyrir formannafund SGS og vörðu tveimur dögum til að fræðast um málefni verkalýðshreyf- ingarinnar, framtíð vinnumarkaðarins o.fl. Um var að ræða ungt fólk á aldrinum 18 til 33 ára sem öll eiga það sameiginlegt að vera félagsmenn aðildarfélaga SGS og að hafa áhuga á að taka virkan þátt í starfi sinna stéttarfélaga sem og starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar. Tveir félagsmenn Eflingar mættu á fundinn fyrir hönd félagsins, þeir Ragnar Gunnarsson, trún- aðarmaður hjá Hringrás og Jamie McQuilkin hjá Resource International ehf. Blaðamaður Eflingar náði tali af Ragnari eftir fundinn. Það var mjög gagnlegt að hitta annað ungt fólk með skýra sýn og reynslu, mynda tengslanet og vinna saman að bættum málum, sagði Ragnar. Starfslokanámskeið Í vor var haldið starfslokanámskeið Á tímamótum þar sem félags- mönnum gafst kostur á því að fá yfirsýn og hagnýtar upplýsingar yfir það sem huga þarf að eftir starfslok. Námskeiðið er hugsað bæði fyrir þá sem vilja minnka við sig vinnu og þá sem eru að láta af störfum en misjafnt er hvenær fólki finnst best að sækja námskeiðið. Hjá sumum er það rétt fyrir starfslok á meðan það er mun fyrr hjá öðrum. Skemmtilegt og fræðandi Ég komst að mörgu sem ég hafði ekki hugmynd um, segir Þóra en hún sat námskeiðið ásamt systur sinni Guðnýju. Þær segja báðar að námskeiðið hafi verið fræðandi og að þær hafi ekki viljað missa af því. Mér fannst það líka mjög skemmtilegt og gaman að hitta gott fólk, segir Guðný. Þóra tekur undir og segir að félagsskapurinn hafi verið góður og námskeiðið mjög gott. - segir Sigurður Guðnason Mjög fróðlegt Mér fannst þetta námskeið mjög gott, allt sem fór þarna fram var einkar fróðlegt, segir Sigurður Guðnason um starfslokanámskeið Eflingar. Núna veit ég hvert ég á að snúa mér ef mig vantar aðstoð.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==