Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

13 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjarabaráttan vinnutímans, orlofsréttindi og atvinnuleys- istryggingar sem náðust í gegn með harðri baráttu og í sumum tilfellum allsherjarverkföll- um svo sem árið 1955. Ójafnaðarvísitala í kjarasamningum myndi vekja heimsathygli Í lok fundar bar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar upp þá tillögu hvort hægt væri að þróa ójafnaðarvísitölu sem myndi fanga stöðu ójöfnuðar á hverjum tíma og að sú vísitala yrði lögð til grundvallar í kjarasamning- um sem forsenduákvæði. Þetta myndi þýða að færi stig ójöfnuðar fram yfir tiltekið mark yrði unnt að segja kjarasamningum upp sjálfkrafa. Með þessu myndi hreyfingin standa vörð um lífsgæði almennings, stemma stigu við ofur- launum og sjálftöku yfirstéttarinnar og koma í veg fyrir frekari þróun samfélagsins í átt að því sem þekkist í Bandaríkjunum. Stefán Ólafsson svaraði því til að slíkt sam­ komulag, sem væri ekki eingöngu um laun heldur einnig dreifingu lífskjara, væri fyllilega raunhæft og myndi mögulega vekja heims- athygli. Guðmundur Jónsson tók undir að slík rauð strik hefðu áður fyrirfundist í kjarasamn- ingum og að þetta væri álitleg hugmynd. Lengri útgáfu af yfirferð fundarins má finna á heimasíðu Eflingar www.efling.is - segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Skrumskælingar ASÍ eru hneyksli Rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna fram á það sem ég held að flest íslenskt verka- fólk hafi þegar vitað og skynjað rækilega, sem er að hörð verkalýðsbarátta skilar árangri, sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknu erindi Stef- áns. Við höfum ekki upplifað áratugina eftir 1990 sem eitthvað sérstakt tímabil stöðugleika og velmegunar. Við þjáðumst vegna Hrunsins og nú þjáumst við vegna húsnæðisbólunnar. Launin okkar hafa aldrei verið boðleg, hvorki fyrir né eftir Þjóðarsátt. Kynningarefni og málflutn- ingur sem borist hefur frá forystu ASÍ er fyrst og fremst móðgun við efnaminna fólk sem treystir á öfluga kjarabaráttu. Að forysta ASÍ hafi skrumskælt tölur til þess að draga úr baráttuanda verkafólks í aðdraganda kjarasamningavetrar er að mínu mati eitt stærsta hneyksli sem átt hefur sér stað innan verkalýðshreyfingar- innar. Sólveig Anna sagðist mjög áhugasöm um að þróa frekar hugmyndina um ójafnaðar- vísitölu sem forsenduákvæði í kjarasamn- ingum og að vinna henni brautargengi innan verkalýðshreyfingarinnar. Mikið er rætt um höfrungahlaup en í mínum huga er sívaxandi ofurlaunasjálftaka hástéttarinnar síðustu tutt- ugu árin lang stærsta höfrungahlaupið. Það hefur leitt til kollsteypa og óstöðugleika sem hafa valdið hörmungum í lífum verkafólks. Ójafnaðarvísitala í kjarasamningum myndi ekki bara stuðla að réttlátara samfélagi held- ur einnig vera aðferð til að dreifa ábyrgðinni á stöðugleikanum á sanngjarnari hátt. Við í Eflingu munum skoða þessa nálgun af fullri alvöru, sagði Sólveig að lokum. Formaður Eflingar segir málflutning ASÍ hneyksli og vill skoða vísitölubindingu ójöfnuðar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og Margrét Valdimarsdóttir, félags- og afbrotafræðingur í pallborði Fundargestir hlustuðu af athygli

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==