Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

14 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Orlofsmál Veiðikortið er frábær kostur fyrir veiðimenn jafnt sem fjölskyldufólk til að njóta útiveru við falleg veiðivötn. Með Veiðikortið í vasanum er hægt að veiða nær ótakmarkað í 34 veiðivötn- um víðsvegar um landið sem og tjalda endur- gjaldslaust við mörg þeirra. Verð fyrir félagsmenn er nú 4.500 kr. en fullt verð er annars 7.900 kr. Nú gefst fólki kostur á að tjalda við falleg vötn, í skemmri eða lengri tíma, án þess að þurfa að eyða miklum tíma í að finna út hvert á að fara til að kaupa veiðileyfi, eða hvort það sé fiskur í vatninu og þar fram eftir götum. 5 punktar fara af punktainneign félagsmanns við kaup á Veiðikortinu. Með kortinu fylgir veglegur bæklingur og í honum eru lýsingar á veiðisvæðunum, reglur, kort og myndir. Hægt er að sjá bæklinginn á www.veidikortid.is en einnig eru upplýsingar á ensku í honum. Veiðikortið Útilegukortið Útilegukortið hefur verið starfrækt í þó nokkur ár og hefur notið mikilla vinsælda. Með kortinu er hægt að ferðast um landið á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum. Efling er með kortið í sölu á skrifstofu félags- ins á aðeins 11.500 kr. en fullt verð er 18.900 kr. svo félagsmenn geta sparað verulega með þessum kaupum. Handhafi kortsins skráir kennitölu sína á kortið, og gildir það fyrir tvo fullorðna og allt að fjögur börn undir 16 ára aldri. Með Útilegukortinu má gista allt að fjór- ar nætur samfellt á hverju tjaldsvæði. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert Kort sem veitir aðgang að 41 tjald- svæði hringinn í kringum landið Sparaðu með korti Eins og á undanförnum árum stendur félagsmönnum til boða að kaupa Veiði- og Útilegukort á mjög góðu verði, en þau eru niðurgreidd af orlofssjóði. Kortin seljast hratt um þessar mundir enda mjög hagkvæmur kostur fyrir sumarfríið, og hafa vinsældir þeirra aukist með hverju ári. Kortin eru seld á skrifstofu félagsins en einnig má panta þau í gegnum tölvupóst og senda á netfangið orlof@efling.is , og þá þurfa að fylgja með upplýsingar um nafn og kennitölu kaupanda. tjaldsvæði og gildir kortið í hámark 28 nætur í heild og gildir fyrir hjólhýsi, tjaldvagna, fellihýsi, húsbíla og venjuleg tjöld. Útilegukortið gildir til 15. september ár hvert. 5 punktar fara af punktainneign félagsmanns við kaup á kortinu. Frekari upplýsingar um tjaldsvæðin, kortið og tilboð á vegum þess má fá á vefsíðunni www. utilegukortid.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==