Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

15 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Orlofsmál Spennandi kostur fyrir gesti í Svignaskarði Þeir sem dveljast í orlofsbyggðinni í Svigna- skarði í sumar geta leyft veiðibakteríunni að springa út því hægt er að kaupa veiðileyfi í neðsta svæði Norðurár. Þau eru seld í þjón- ustumiðstöð í Svignaskarði. Veiði hófst 7. júní og veitt er á tvær stangir á dag. Verð fyrir hálfan dag er 5.000 kr. annað hvort frá kl. 07:00–13:00 eða frá 16:00–22:00 og verð fyrir heilan dag er 9.000 kr. Frestur til að panta stangir er liðinn en alltaf má kanna með laus leyfi sem seld eru á staðnum og þarf þá að staðgreiða þau með peningum. Hægt er að athuga með lausar stangir og panta í síma 893 1767. Nánari upplýsingar um veiðisvæðið, veiðistaði, svæðaskiptingar og veiðivörslu munu liggja fyrir þegar veiðileyfi verða afgreidd í þjónustu- miðstöð. Veiðileyfi í Norðurá Mjög góð aðsókn í orlofshúsin! Sumarúthlutun orlofshúsa sumarið 2018 Enn hægt að fá hús síðsumars Í fyrra var tekið upp nýtt og einfaldara fyrirkomulag við úthlutun orlofshúsa og hafa þær breytingar mælst vel fyrir. Nú sækja félagsmenn um rafrænt á bókunar- vef orlofssjóðs og fá send svör með tölvu- pósti. Enginn pappír og ferlið allt einfaldara. Langflestir umsækjendur hafa verið fljótir að tileinka sér rafræna ferlið en félags- mönnum stendur þó einnig til boða að leita til skrifstofu til að fá leiðsögn og aðstoð við að sækja um. Reglum um úthlutun var einnig breytt og miðast forgangur nú alfarið við punktainn- eign umsækjenda, þ.e. þeir sem lengst hafa greitt til félagsins og eiga flesta punkta hafa nú aukinn forgang. Nú er aðeins ein úthlutun og er hún eingöngu fyrir þá sem eiga 200 punkta eða meira. Ekki er lengur endurúthlutað eftir fyrstu úthlutun. Þess í stað opnast bókunarvefurinn í skrefum eftir úthlutunina. Fyrst fyrir þá sem eiga 100 punkta og meira, svo fyrir þá sem eiga 1 punkt og meira og að lokum fyrir alla félagsmenn óháð punktastöðu, sem geta þá bókað sig í þau hús sem eftir eru laus. Þó nú sé komið inn á sumartímabilið og öll hús leigð út yfir vinsælasta tímann má enn finna úrvals húsakosti síðsumars, eftir miðjan ágúst. Ásókn minnkar ávallt þegar líður á ágúst og hillir í að skólar hefji göngu. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér laus hús á vefnum eða á skrifstofu. Benda má á að bæði er hægt að bóka sig í þau hús á bókunarvef Eflingar eða símleiðis. Athugið að aðeins vikuleiga er í boði yfir sumartímann. Minnum á að vetrarbókanir hefjast 16. ágúst inn á bókunarvefnum. Hægt er að hafa samband við skrifstofuna, eða senda fyrir- spurn á orlof@efling.is Alltaf er eitthvað um að orlofshús losni með skömmum fyrirvara yfir sumartímann og eru þau þá auglýst sérstaklega inn á heima- síðu Eflingar www.efling.is , fylgist því með heimasíðunni! O R L O F S B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S Geymið blaðið! Sumarið 2018 Ljósm.ÞorfinnurSigurgeirsson EFNISYFIRLIT Senn kemur sumarið/Summer vacation 3 Kort /húsEflingar 4–5 ÚthlutunarkerfiorlofshúsaEflingar 6 Orlofshúsin 7–26 Bókanir á vefnum – leiðbeiningar 27 NáttúruperlanÞórsmörk 28 Alltafeytthvaðnýtt,núÓlafsfjörður 29 Veiðikortið 30 Útilegukortið 31 Mikilvægar tímasetningar…… 32 Some ideas for the summer vacation… 33 Bjart yfirBláskógabyggð… 34

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==