Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018
16 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Orlofsmál Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson Aðsókn er góð í hina árlegu dagsferð Eflingar og er enn hægt að bæta við í seinni ferðina þann 1. september, en nær fullbókað er í fyrri ferðina þann 25. ágúst. Framundan er spennandi ferð þar sem við verjum heilum degi í að skoða ævintýraheim Þórsmerkur. Á leiðinni í Þórsmörk eru margar náttúruperlur en þeir staðir sem koma til greina að stoppa á, eru t.d. Steinholtsjök- ull og Stakkholtsgjá. Um hádegisbil verður snætt nesti í Básum, og þaðan svo haldið inn í Húsadal. Þar verður boðið upp á stutt- ar skoðunarferðir í Sóttarhelli og Sönghelli. Sönghellir er lítið hellisgjögur, þar sem lækj- arsytra fellur niður í gegn, og um Sóttarhelli er til gömul þjóðsaga, sem hér fær að fylgja með. Athugið að val á áfangastöðum ræðst af veðri og aðstæðum á ferðadegi, og ferða áætlun gæti því breyst. Ferðalangar þurfa að hafa með sér nesti til dagsferðar, skjólgóðan fatnað og góða skó. Lagt verður af stað stundvíslega frá Eflingu Sætúni/Guðrúnartúni 1 kl. 08:15. Mæting kl. 08:00. Áætluð heimkoma er undir kvöld. Fararstjóri verður Anna Soffía Óskarsdóttir. Hægt er að skrá sig í ferðina á skrifstofu Eflingar í síma 510 7500 eða með því að senda tölvupóst á orlof@efling.is, með upplýsing- um um nafn, kennitölu og símanúmer. Verð er aðeins 6.000 kr. á mann. Heimilt er að taka með einn gest og greiðir hann sama verð. Dagsferð Eflingar 2018 – Skráning stendur yfir Um Sóttarhelli er það að segja að þar höfðu eitt sinn haft næturstað hópur manna. Þeir höfðu einn unglingspilt útundan og létu hann sækja vatn og finna eldivið, meðan þeir höfðu það notalegt í hellinum. Um kvöldið sáu þeir skessu koma ofan hlíðina og sækja sér vatn í lækinn og gerðu gys að henni. En strákurinn færði henni bita af takmörkuðum matar- skammti sínum. Um nóttina tóku mennirnir sótt sem dró þá alla til dauða, nema piltinn sem útundan var hafður. Eftir það þótti reimt í hellinum og var fundið til það ráð að hengja kirkjuklukkur í þak hellisins. Má enn í dag sjá berghöldin sem höggvin voru til hengja klukkurnar í. Upplifum töfra Þórsmerkur 25. ágúst og 1. september Þórsmörk skartar sínu fegursta í lok sumars
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==