Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018
20 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Trúnaðarmenn Trúnaðarmenn áttu góða stund saman Trúnaðarmenn Eflingar mættu á vorfund trúnaðarmanna þann 23. maí á Hilton hóteli og hlýddu á áhugaverða fyrirlestra og það sem er ekki síður mikilvægt, ræddu saman og lærðu af reynslu hvors annars þegar kemur að trúnaðarmannastarfinu. Fjóla Jónsdóttir, fræðslustjóri Eflingar setti fundinn og bauð trúnaðarmenn velkomna. Í kjölfarið ávarpaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fundargesti en í máli hennar kom fram hversu mikilvægt það er fyrir félagið að hafa öfluga trúnaðarmenn í sínum röðum. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambands Íslands, flutti fyrirlestur undir yfir- skriftinni Völd og virðing á vinnumarkaðnum . Hún fór yfir birtingarmyndir valds og valda- leysis og hvaða áhrif það getur haft á fólk. Eins fór hún yfir reynslusögur fólks sem starfar á vinnumarkaði sem hefur orðið fyrir áreitni, áreiti eða hreinlega ofbeldi í vinnu sinni. Það kom fram hjá henni að innan veitinga-, hótel- og ferðaþjónustunnar væru konur í meirihluta þeirra sem verða fyrir kynferðislegri áreitni og að áreitni í þjónustustörfum væri algengt. Næst fór Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur hjá Lífi og sál – sálfræðistofu, yfir kynferðislega og kynbundna áreitni á vinnustöðum - áhrifaþætti, birtingar, afleiðingar og viðbrögð. Hann fór yfir Vakti mann til umhugsunar - segir Amalía Pálsdóttir, leikskólaliði og trúnaðarmaður á leikskólanum Fífuborg Vorfundur trúnaðarmanna venjur og hefðir í samskiptum fólks og sagði nauðsynlegt að fólk gerði sér grein fyrir því að mörk manna væru mismunandi. Það sem væri í lagi í einum hóp eða stað væri kannski óvið- eigandi og særandi í öðrum þó það væri ekki endilega refsivert samkvæmt lögum. Eftir fyrirlestrana var skipt um gír og skemmti Sólmundur Hólm trúnaðarmönnum með uppistandi. Að lokum fengu fundarmenn sér hádegismat, ræddu saman og báru saman bækur sínar. Mér fannst fyrirlestrarnir mjög góðir og fund- urinn almennt góður, segir Amalía Pálsdóttir, leikskólaliði og trúnaðarmaður á leikskólanum Fífuborg. Fyrirlestur Drífu var mjög góður og fékk mig til að hugsa meira út í þessa hluti. Eins var fyrirlestur Einars Gylfa Jónssonar mjög áhuga- verður. Mér fannst hann koma með mjög góða nálgun á það að það gilda ekki sömu samskiptareglur á öllum stöðum, maður segir ekki hvað sem er á hverjum stað. Hún segir að margt af því sem þau sögðu hafi vakið hana til umhugsunar. Þetta voru flottir fyrirlesarar. Þetta var einnig gott tækifæri til að hitta trún- aðarmenn frá öðrum vinnustöðum, ná saman og spjalla. Amalía segir að það sé mjög gott að geta rætt við aðra og heyra hvernig gengur á öðrum vinnustöðum. Ég myndi mæla með fleiri svona fundum þar sem trúnaðarmenn geta hist og rætt saman.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==