Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018
21 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Trúnaðarmenn Fjóla Jónsdótti, fræðslustjóri Eflingar setur fundinn Get brugðist betur við núna Umræðuefni fundarins er eitthvað sem við sem samfélag erum alltaf að koma að aftur og aftur og enn betur í gegnum #metoo umræðuna. Hegðun sem veldur fólki skaða og er ekki ásættanleg. Stundum eru þetta mál sem eru ekki beint refsiverð og því erfitt að taka á þeim. Þess vegna er mikilvægt að hafa fundi sem þessa og tala um þessi mál og halda boltanum á lofti. Við viljum sjá breytingar í samfélaginu en ekki að umræðan fjari út. Þetta segir Ragnar Gunnarsson, trúnaðarmaður hjá Hringrás sem sat vorfund trúnaðarmanna. Það er leiðinlegt að vita til þess að valdníðsla, áreitni og ofbeldi á sér stað á fjölmörgum stöðum og ég lít á þetta sem eitthvað sem við náum betur utan um með því að breyta hugar- fari okkar sem samfélags frekar en lögum og reglum. Það jákvæða eftir fundinn er að ég get nú brugðist betur við ef upp koma svona mál á mínum vinnustað. Mikilvægt að hitta aðra trúnaðarmenn Þó umræðuefni fundarins hafi verið alvar- leg segir Ragnar að honum hafi fundist gott að hitta aðra trúnaðarmenn og spjalla við þá. Ég ræddi við tvo stráka sem voru með mér á trúnaðarmannanámskeiði og það var ágætt að heyra í þeim um hvað þeir væru að gera. Mér finnst að minnsta kosti jafn mikilvægt á fund- um sem þessum að hitta aðra trúnaðarmenn - segir Ragnar Gunnarsson, trúnaðarmaður hjá Hringrás eins og að hlusta á sjálfa fyrirlestrana. Það er afar gagnlegt að heyra reynslusögur frá öðrum vinnustöðum en það hjálpar manni sjálfum í trúnaðarmannastarfinu. Drífa Snædal flutti fyrirlestur undir yfirskriftinni Völd og virðing á vinnumarkaðnum Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, fór yfir kynferðislega og kynbundna áreitni á vinnustöðum Sólmundur Hólm skemmti trúnaðarmönnum með gríni og léttu uppistandi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==