Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

22 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Gullhamrar Kaffiboð eldri félagsmanna Glatt á hjalla á árlegum vorfagnaði Það var glatt á hjalla þegar eldri félagsmenn Eflingar hittust í hinu árlega kaffiboði félags- ins þann 6. maí sl. í Gullhömrum í Grafarholti. Fólk spjallaði saman og hitti fyrir gamla kunningja og naut félagsskaparins. Hljómfagrir tónar mættu félagsmönnum og gestum þeirra þegar þeir mættu í hús því eins og fyrri ár spilaði Kristján Guðmundsson fagra tóna á flygilinn. Sólveig Anna Jóns- dóttir, nýr formaður Eflingar, ávarpaði gesti og síðan tóku við glæsileg skemmtiatriði. Egill Ólafsson söng falleg lög undir undirspili Björns Thoroddsen. Fólkið streymdi svo út á dansgólfið þegar Ingólfur Þórarinsson eða Ingó Veðurguð byrjaði að syngja og spila ásamt Kristjáni Guðmundssyni. Veitingar hússins voru veglegar að vanda sem og þjón- usta hússins og var ekki annað að sjá en að fólk skemmti sér vel. Rafræn skráning nýmæli í ár Kaffiboð eldri félagsmanna Það nýmæli var í ár að í stað þess að afhenda miða fyrir kaffiboðið til að fram- vísa við innganginn var boðið upp á að félagsmenn skráðu sig á ballið rafrænt, í síma eða með því að mæta á skrifstofuna. Var því nóg að gefa upp nafn þegar mætt var á vorfagnaðinn. Var þetta m.a. gert til að auðvelda félagsmönnum að skrá sig á vorfagnað þar sem fólk á miserfitt með að koma á skrifstofu Eflingar til að fá afhenta miða. Þetta fyrirkomulag gekk ágætlega en það verður endurskoðað á næsta ári til að sjá hvort að hægt sé að bæta þjón- ustuna enn frekar. Hefur þú fengið orlofsuppbót 2018? Full orlofsuppbót árið 2018 er 48.000 kr. Félagsmenn Eflingar eiga að hafa fengið orlofsuppbót fyrir árið greidda, þar sem hjá flestum átti hún að koma til greiðslu 1. júní sl. Hjá starfsfólki Hveragerðisbæjar, Kópavogsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Mosfellsbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss greiðist hún hinsvegar 1. maí ár hvert. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu, 1. maí–30. apríl hvert ár, eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfs- hlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina. Einkafyrirtæki – Samtök atvinnulífsins: Fullt ársstarf m.v. 45 vikur eða 1800 klst. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurek- anda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða er í starfi fyrstu viku í maí eiga rétt á uppbót. Ríki, hjúkrunarheimili, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög: Þeir sem hafa starfað 13 vikur samfellt á orlofsárinu eða eru í starfi til 30. apríl eiga rétt á uppbót. Orlofsuppbót á að gera upp við starfslok. Hafðu samband við kjaramálafulltrúa Eflingar ef þú hefur ekki feng- ið orlofsuppbót fyrir árið. You can find information in English about the Holiday bonus 2018 at Eflings’ webpage www.efling.is Informacje w języku polskim na temat dodatku letniego w roku 2018 znajdują się na stronie internetowej Eflingu www.efling.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==