Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

23 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Starfsafl Ársfundur Starfsafls Starfsafl styrkir fjölmarga Ársfundur Starfsafls var haldinn fimmtu- daginn 3. maí síðast liðinn á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica. Þetta var í annað sinn sem haldinn er opinn ársfundur þar sem fulltrúum fyrirtækja, eigendum sjóðsins, ráðgjöfum sem starfa á vegum sjóðsins og öðrum samstarfs- aðilum var boðið. Dagskrá fundarins var áhugaverð enda byggð upp af frásögnum fyrirtækja og fátt er fróð- legra en að fá innsýn í hvernig önnur fyrir- tæki gera hlutina. Það er í senn áhugavert og lærdómsríkt, segir Lísbet Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Starfsafls. Fulltrúar fjögurra fyrirtækja tóku til máls að þessu sinni og fengu verðskuldaða athygli. Þá er á ársfundi litið um öxl og rýnt í tölfræði almanaksársins og verkefni starfsársins. Á fundinum stiklaði Lísbet á stóru og sagði frá styrkjum til einstaklinga og fyrirtækja auk verkefna sem unnið hafði verið að. Fjölbreyttur hópur sem nýtir sjóðinn Lísbet sagði frá því að alls hefði sjóðnum borist 3440 styrkumsóknir á árinu 2017 og heildarfjárhæð greiddra styrkja var um 150 milljónir króna. Flestar umsóknir voru vegna íslenskunáms og áhugavert að í hópi umsækj- enda voru einstaklingar frá 89 þjóðlöndum. Það var því fjölbreyttur hópur einstaklinga sem nýtti sjóðinn og ljóst að fjölbreytileikinn eykst með hverju árinu. Aukning í styrkjum til fyrirtækja Á árinu varð mikil aukning í umsóknum og afgreiðslu styrkja til fyrirtækja og ljóst að þessa aukningu má þakka tilkomu Áttarinn- ar, sameiginlegrar vefgáttar í eigu fræðslu- sjóðanna, Iðunnar og Rafiðnaðarskólans. Með Áttinni hefur fyrirtækjum verið gert kleift að sækja um styrki í marga sjóði með einni einfaldri aðgerð. Þá hefur verið markvisst unnið að því að kynna Starfsafl fyrir forsvarsmönnum fyrirtækja sem er sannarlega að skila sér því til viðbótar, sagði Lísbet. 115 fyrirtæki sóttu um styrk til Starfsafls og mörg hver oftar en einu sinni enda geta fyrir- tæki sótt um allt að 3 milljónir króna árlega. Þau fyrirtæki sem sóttu í sjóðinn voru í marg- víslegum rekstri eins og fiskvinnslu, hótelrekstri, garðyrkju-, bygginga- og öryggisþjónustu, svo dæmi séu tekin. Um 30% aukning var í styrkjum til fyrirtækja en betur má ef duga skal þar sem aðeins rétt 7% fyrirtækja með fleiri en einn starfsmann sækja í sjóðinn. Engu að síður nær sjóðurinn með einstaklings- og fyrirtækjastyrkjum til um þriðj- ungs félagsmanna. Hagur í Fræðslustjóra að láni Lísbet sagði jafnframt frá því að á starfsárinu var því fagnað að tíu ár væru liðin frá því að fyrsti samningurinn um Fræðslustjóra að láni var undirritaður. Á þeim tíu árum sem liðin eru hefur mikið vatn runnið til sjávar og verkfærið tekið breytingum í takt við þarfir atvinnulífsins og fyrirtækjanna, sagði Lísbet. Eftirspurn eftir Fræðslustjóra að láni er alltaf að aukast enda sjá fyrirtæki mikinn hag í því. Þar er lausn sem er framkvæmanleg án mikils tilkostnaðar, en ferlið tekur að jafnaði örfáar vikur, frá því að lögð er inn umsókn og þar til fyrir liggur vel útfærð fræðsluáætlun. Starfsafl styrkir félagslega fræðslu Að síðustu sagði Lísbet frá því að Starfs- afl styrkir fræðslu sem telst til félagslegrar fræðslu innan Eflingar og er félagsmönnum því að kostnaðarlausu. Fræðslan fer fram í húsakynnum Eflingar og er alla jafna vel sótt. Þau námskeið sem telja til félagslegrar fræðslu Eflingar voru til að mynda námskeið sem taka til sjálfseflingar, starfsloka og markþjálfunar, svo dæmi séu tekin. Að loknum erindum var boðið upp á veitingar og var mikið spjallað og ljóst að opinn fundur af þessu tagi er kominn til að vera. Um Starfsafls Starfsafl – starfsmennt Samtaka Atvinnulífs- ins og Flóabandalagsins (Efling, VSFK og Hlíf) varð til í tengslum við kjarasamninga vorið 2000. Þá var samið um stofnun sérstaks sjóðs sem ætlað var að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrirtækja. Heildarupphæð styrkja var um 150 milljónir króna Styrkir sjóðsins ná til um þriðjungs félagsmanna Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsafls, býður gesti velkomna Fólk hlustaði af áhuga á fyrirlesarana á fundinum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==