Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

24 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtal Ég er vongóður um að risinn vakni Guðmundur Jónatan Baldursson var kjör- inn í stjórn Eflingar fyrir síðasta aðalfund, af B-listanum. Hann er atvinnubílstjóri, alinn upp á Sogaveginum í Reykjavík. Guðmund- ur er á sextugasta og fyrsta aldursári, á einn son og tvær dætur. Hann var átta sumur í sveit, á nokkrum stöðum á suður- landi. Guðmundur hefur unnið við ýmis- legt um ævina, verið á sjó, verið forstöðu- maður íþróttamannvirkja víða um land og atvinnubílstjóri um í næstum áratug. Hann seldi bílinn sinn fyrir nokkrum árum og hefur hjólað síðan, þ.e. þegar hann er ekki í vinnunni. Ég byrjaði á sjó á netabát frá Þorlákshöfn, segir Guðmundur. Þar var ég tvær eða þrjár vertíðar. Síðan fór ég á loðnu, á aflaskipinu Guðmundi RE. Eftir það starfaði Guðmundur í nokkur ár hjá Vegagerðinni, en varð síðan forstöðumaður íþróttamiðstöðva á nokkrum stöðum í fimmtán ár. Ég var fyrst á Flateyri, en síðan fluttum við norður á Mývatn um 1995. Guðmundur heyrði af því að verið væri að reisa eina glæsilegustu íþróttamiðstöð landsins, á Þórshöfn á Langanesi og ákvað að sækja um starf forstöðumanns. Þarna er íþróttasalur, þreksalur, sundlaug og fleira. Þar starfaði Guðmundur í nokkur ár, en tók síðan við starfi forstöðumanns í nýju íþróttahúsi á Patreksfirði. Ekki virkur í félagsstörfum fyrr en nú Eftir hrun flutti Guðmundur til Noregs, þar sem hann bjó í fjórtán mánuði. Honum líkaði þó ekkert sérstaklega að búa þar og hugurinn leitaði fljótt aftur til Íslands. Eftir að hann kom heim hóf hann að keyra rútu og hefur gert það síðan og starfar nú hjá Snæland Gríms- syni og hefur verið þar um nokkurra ára skeið. Ég er búinn að þvælast mikið á þessum tíma, næstum alfarið með útlendinga, mest Banda- ríkjamenn. Guðmundur segist ekki hafa verið virkur í félagsstörfum fram að þessu og ekki tekið mikinn þátt í störfum verkalýðsfélaga. Ég var að vísu formaður íþrótta- og tómstundaráðs á Patreksfirði um tíma. Það var pólitísk skip- un, en ég hef samt aldrei verið mjög virkur í pólitík, hvað sem verður, segir Guðmundur og hlær. Hann segir ástandið á Íslandi ekki nógu gott og það kalli á þátttöku almennings að breyta því. Hér er mikil misskipting og hún hefur vaxið. Maður finnur fyrir því hvað allt er orðið dýrt og sumir eiga virkilega bágt. Það er hluti af skýringunni á því af hverju ég ákvað - rætt við Guðmund Jónatan Baldursson, nýkjörinn stjórnarmann í Eflingu Ef laun væru greidd eftir ábyrgð, þá værum við hálaunafólk Nýr í stjórn Eflingar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==