Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

25 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtal að taka þátt í starfi Eflingar og gaf kost á mér til setu í stjórn. Guðmundur segir launin hjá bílstjórum ótrú- lega lág, ekki síst miðað við alla þá ábyrgð sem hvíli á rútubílstjórum. Það hafi ekki verið nægilega mikil samstaða í hópnum, menn séu í mörgum félögum. Það hafi þó verið tals- vert rætt um það meðal atvinnubílstjóra að efla samstöðuna og taka á launamálunum. Ef laun væru greidd eftir ábyrgð, þá værum við hálaunafólk, segir Guðmundur. Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á rútubílstjórum. Menn geta verið að keyra allt að sjötíu og tveggja manna rútur og athyglin þarf að vera stöðug. Það vann flugstjóri hjá okkur um tíma í afleysingum og ég spurði hann einhvern tíma hvort væri erfiðara, að fljúga þotu eða keyra rútu. Hann þurfti ekkert að hugsa sig um. Rútan væri miklu erfiðari. Starfið er oft erfitt segir Guðmundur, til viðbótar við að þurfa alltaf að vera með fulla athygli. Þegar hann aki Gullhringinn svokall- aða á veturna, keyri Mosfellsheiðina í hálku og þvervindi, þá megi ekkert út af bera. Svona stórir bílar taki gríðarlega mikinn vind á sig. Hvað heldurðu að tímakaupið sé? Við erum með 17-1800 krónur á tímann. Afgreiðslufólk í Bónus er með hærra kaup en við. Við höfum dregist svo langt aftur úr. Kraftarnir dreifðir í mörgum félögum Að sögn Guðmundar er hluti vandans sá að bílstjórarnir séu í mörgum félögum. Sumir séu í Eflingu, aðrir í Sleipni og enn aðrir í hinum og þessum félögum. Það sé ekki óalgengt að menn komi úr öðrum störfum og byrji að keyra rútur. Margir þeirra haldi áfram að vera í sínum félögum þótt þeir hætti í starfi á sviði viðkomandi félags og fari að keyra rútu. Ég veit um menn í Félagi bókagerðarmanna, VM, VR og fleiri félögum. Svo eru náttúru- lega margir í Eflingu. Þetta er hluti af ástæð- unni fyrir því að hópurinn er svona tættur. Guðmundur segir menn ekki hafa ekki verið tilbúna til að fara í eitt félag, eins og Eflingu. Ég hef upplifað félagið dálítið eins og sofandi risa. Í röðum bílstjóra hefur verið rætt um að deildarskipta því, þannig að bílstjórar verði í sérdeild. Við höldum að starfið í kringum t.d. bílstjórana geti orðið markvissara með deilda- skiptingu og hægt verði að lífga við þann risa sem Efling er. Í júní verður haldinn fund- ur, þar sem ætlunin er að fá fram hugmyndir frá bílstjórum og kynna fyrir þeim vinnuna í aðdraganda kjarasamninganna. Hann segist vona, að gangi það eftir að stofnuð verði sérstök deild atvinnubílstjóra, þá sjái bílstjórar sem eru í öðrum félögum sér hag í að ganga í Eflingu. Það væri kjörstaðan, segir Guðmund- ur, því slagkrafturinn hlýtur að aukast með auknum fjölda. Ég er vongóður um að risinn vakni, segir Guðmundur. Ég er í rauninni sannfærður um það. Þau viðbrögð sem við höfum upplifað í kjölfar stjórnarskiptanna vekja miklar vonir. Ef það tekst að stilla saman strengi með öðrum stórum og öflugum félögum, svo sem eins og VR, þá getum við haft gríðarleg áhrif. Hann segir að það eigi ekki bara við um kaupið. Til dæmis geti stór félög beitt áhrifum sínum gagnvart fyrirtækjum sem hækka vörur án málefnalegra ástæðna. Þá vilji hann að félag- ið hvetji félagsmenn til að beina viðskiptum sínum annað. Sameiginlega eigum við gefa fyrirtækjum rautt spjald ef þau fara fram með ósanngjörnum hætti. Að lokum er Guðmundur spurður hvort hann búist við hörðum átökum á vinnumarkaði um áramótin. Ég vona svo sannarlega ekki, en það gæti samt farið svo. Ég er viss um að ríkisvaldið þarf að koma mjög kröftuglega til móts við okkur í tengslum við samningana. Fjármálaráðherra hefur sagst vera tilbúinn til að lækka tekjuskattinn um 1%, en auðvitað væri betra fyrir okkur að hækka skattleysis- mörkin. Og það skiptir líka mjög miklu máli að fylgjast vel með verðlagi í kjölfarið. Félögin verða að standa saman um að passa að verð- lag verði ekki hækkað upp úr öllu valdi strax daginn eftir að skrifað er undir samninga. Þau viðbrögð sem við höfum upplifað í kjölfar stjórnar- skiptanna vekja miklar vonir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==