Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018
26 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtal Í Póllandi leggur fólk niður störf og fer út á götu að mótmæla Magdalena Kwiatkowska tók sæti í stjórn Eflingar á síðasta aðalfundi, en hún var á B-listanum í kosningunum í mars. Hún er fædd í Póllandi og að mestu alin upp þar, en móðir hennar fluttist til Íslands þegar hún var sjö ára gömul. Hún bjó áfram hjá ömmu sinni og afa, en heimsótti móður sína á Íslandi á sumrin og í skólafríum. Magdalena flutti sjálf til Íslands og fór í Háskólann, lærði ensku og hóf síðan nám í þýðingarfræði árið 2003. Hér bjó hún í ellefu ár, en flutti aftur til Póllands árið 2011. Á síðasta ári flutti hún aftur til Íslands og segist ætla að vera hér til frambúðar. Ég var fyrsti útlendingurinn til að læra þýðingarfræði, segir Magdalena. Ég var búin með enskuna og vildi taka masterspróf í þýðingarfræði, í þýðingum úr íslensku yfir á pólsku. Það var dálítið erfitt til að byrja með, því þetta var ekki kennt. Skólinn leysti það samt. Strax eftir að ég kláraði masterspróf- ið, ákvað ég að flytja aftur til Póllands og bjó í Varsjá. Þá hafði ég kynnst manninum mínum, sem er líka pólskur og við höfðum eignast dóttur. Ég var fjögur ár úti og rak mitt eigið tískufyrirtæki. Síðan flutti ég til Kanada um tíma. Ég vildi samt alltaf flytja aftur til Íslands. Ég var farin að sakna mömmu og fjölskyldunnar. Ég hafði eignast minn stað á Íslandi, svo ég ákvað að flytja til baka. Það reyndist samt ekki auðvelt að koma aftur. Margt hafði breyst frá því ég bjó hér síðast og það var mjög erfitt að finna íbúð. Húsaleiga var tvisvar til þrisvar sinnum hærri fyrir sams- konar íbúð. Ég fann loksins íbúð í miðbæn- um og varð að ákveða mig strax. Leigusalinn sagði - þú tekur þetta strax eða ekki. Enginn tími til að hugsa. Ég þurfti að borga 600 þúsund fyrirfram og svo leigu í einn mánuð til viðbótar. Leigan var 190 þúsund á mánuði. Fyrir samskonar íbúð borgaði ég 90 þúsund áður. Hún segir fleiri Pólverja hér nú, en áður en hún fór 2011. Þeir vilji flestir læra íslensku, en hafi ekki nægan tíma. Flestir séu í 2-3 störf- um. Ég veit um Pólverja sem kunna ekki annað en pólsku. Þeir geta ekki annað en skrifað upp á allt sem þeim er rétt og mörg - rætt við Magdalenu Kwiatkowska, nýjan stjórnarmann í Eflingu Ef ég get gert eitthvað til að hjálpa og standa með fólki til þess að breyta Íslandi, þá er ég til í það Ný í stjórn Eflingar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==