Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018
27 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtal dæmi eru um að það sé brotið á réttindum þeirra. Ég hef heyrt um rútubílstjóra sem keyrði 16–18 tíma á dag, marga daga í röð. Hann hringdi í atvinnurekandann og sagði: Ég hef ekki fengið almennilegan stað að sofa á, ekki getað þvegið skyrtur . Atvinnurekandinn sagðist koma með nýja skyrtu á morgun. Og svo keyrir þú bara áfram. Ef þú vilt það ekki, þá hættir þú bara . Betra að vinna á kaffihúsi en í þýðingunum Magdalena vinnur á Café París og hefur gert það frá því að hún kom aftur til Íslands. Áður en hún fór, vann hún talsvert við þýðingar, meðal annars hjá Alþjóðahúsi, en það umhverfi hefur breyst líka. Ég gæti fengið verkefni hjá þýðingarfyrirtækjum, en það er svo illa borgað að það hreinlega borgar sig ekki. Ég byrjaði að leita að starfi í tískugeir- anum, en ég hafði rekið tískufyrirtæki með vinkonu minni í Póllandi, en kaupið var tals- vert betra á Café París, þar sem ég vinn átta tíma vaktir. Magdalena tók ekki þátt í starfi verkalýðsfé- laga í Póllandi. Henni hafi aftur á móti þótt breytingarnar sem höfðu orðið á íslenskum vinnumarkaði og samfélagi svo skelfilegar, að hún yrði að taka þátt í að berjast gegn þróun- inni. Hún hafi fljótlega kynnst fólki sem var að undirbúa framboð til stjórnar í Eflingu og slegist í hópinn. Nú sé verið að ræða og þróa hugmyndir um hvernig megi efla þjónustuna við félagsmenn, ekki síst útlendinga. Skrif- stofa Eflingar sé opin frá átta til fjögur. Flestir séu einfaldlega í vinnunni allan þann tíma. Hér á skrifstofunni er ein kona sem talar pólsku. Það er mjög gott, en alls ekki nóg. Ein mann- eskja getur ekki annað öllum þeim verkefnum sem þarf að sinna fyrir pólska félagsmenn sem ekki tala íslensku. Hún segir nauðsynlegt að koma öllu efni félagsins á fleiri tungumál, bæði prentuðu efni og því sem sé á vefnum. Það þurfi að vera meira til á pólsku, ekki bara ágrip og útdrætt- ir, heldur helst allt, líka fréttirnar. Það þurfi líka að vera á ensku og líklega enn fleiri tungumál- um. Það þurfi að vanda valið. Við þurfum að fjölga fólki á skrifstofunni sem getur þjónað fólkinu sem ekki talar og skil- ur íslensku. Það þarf líka að bæta vefinn, til dæmis að setja upp mínar síður, þannig að fólk geti skoðað áunnin réttindi. Það geta ekki allir komið á skrifstofuna á skrifstofutíma. Þessu til viðbótar segir Magdalena að það þurfi að stórauka vinnustaðaheimsóknir, bæði til að veita upplýsingar og til að hlusta á fólk- ið. Fólkið eigi að ráða stefnunni. Hingað og ekki lengra Þegar talið berst að kjaramálunum og þeirri staðreynd að samningar eru lausir um áramótin, segir Magdalena að verið sé að móta kröfurnar. Hún segist þeirrar skoðunar að það þurfi að bæta kjör almenns launa- fólks, laun séu of lág og húsnæðiskostn- aður alltof hár. Það sé dýrt að lifa á Íslandi. Þetta hefur versnað, segir hún, sérstaklega húsnæðismarkaðurinn. Fyrir nokkrum árum gat láglaunafólk keypt íbúð, ef það sparaði og leyfði sér lítið. Það var auðvitað mjög erfitt - en núna er það útilokað, jafnvel þótt fólk vinni á tveimur eða þremur stöðum, 12–14 tíma á sólarhring. Það er bara rugl, ég tala nú ekki um fyrir barnafólk. Núna þarf að vinna svona mikið til að geta greitt húsaleigu. Ég hef búið í Varsjá og í Vancouver. Þar dytti engum í hug að breyta bílskúr í íbúðarhúsnæði og leigja það svo út á uppsprengdu verði. Segjum líka ef ég vildi vinna lengur á daginn, þá þarf dóttir mín að vera lengur á leikskólanum. Það kostar svo mikið að það borgar sig ekki að bæta vinnunni við sig. Magdalena vonast til að hægt sé að breyta þessu. Það er ekki nóg að tala, það verður að framkvæma líka. Það vantar að fólk segi hing- að og ekki lengra. Það gengur ekki að 80% af laununum fari í húsnæði. Pólverjar létu ekki bjóða sér þetta. Í Póllandi leggur fólk niður störf og fer út á götu að mótmæla. Það þarf að gera það hér líka. Í mínum huga var Ísland áður land þar sem maður gat unnið og haft tíma fyrir fjölskylduna. Núna þarf fólk að vera í tveimur vinnum, bara til þess að lifa af og hefur engan tíma fyrir börnin. Ef ég get gert eitthvað til að hjálpa og standa með fólki til þess að breyta Íslandi, þá er ég til í það, segir Magdalena Kwiatkowska að lokum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==