Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

3 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Leiðari JÚNÍ 2018 4. TÖLUBLAÐ, 23. ÁRGANGUR UPPLAG 22.500 EINTÖK Útgefandi: Efling-stéttarfélag Ábyrgðarmaður Sólveig Anna Jónsdóttir Ritstjóri Herdís Steinarsdóttir Aðstoð við greinaskrif Guðmundur Rúnar Árnason Ljósmyndun Herdís Steinarsdóttir Ritstjórn Fjóla Jónsdóttir Sigurrós Kristinsdóttir Viðar Þorsteinsson Starfsmenn á skrifstofu Aðalheiður Rán Þrastardóttir Andrea Helgadóttir Anna Lísa Terrazas Arna Björk Árnadóttir Berglind Davíðsdóttir Berglind Kristinsdóttir Berglind Rós Gunnarsdóttir Elín Gestsdóttir Elín Hallsteinsdóttir Elín Hanna Kjartansdóttir Fjóla Jónsdóttir Fjóla Rós Magnúsdóttir Flosi Helgason Guðrún Sigurbjörnsdóttir Harpa Dís Magnúsdóttir Helga Sigurðardóttir Herdís Steinarsdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir Ingibjörg Dís Gylfadóttir Ingibjörg Elín Þorvaldsdóttir Ingólfur Björgvin Jónsson Jóna Sigríður Gestsdóttir Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Kolbrún S. Jónsdóttir Kristinn Örn Arnarson Kristjana Valgeirsdóttir Leifur Valentín Gunnarsson María Karevskaya Ragnar Ólason Ragnheiður Baldursdóttir Ragnheiður Valgarðsdóttir Sigríður Ólafsdóttir Sólveig Anna Jónsdóttir Sigurlaug Jónsdóttir Sigurrós Kristinsdóttir Sveinn Ingvason Tryggvi Marteinsson Viðar Þorsteinsson Wieslawa Vera Lupinska Þorfinnur Sigurgeirsson Þórir Guðjónsson Starfsafl Lísbet Einarsdóttir Eva Björk Guðnadóttir Útlit og umbrot Þorfinnur Sigurgeirsson Prentun og bókband Auglýsingar utgafa@utgafa.is Forsíðumynd Telma Björg Þráinsdóttir og Þórhildur Ásgeirsdóttir í Vinnuskóla Kópavogs Aðsetur Efling-stéttarfélag, Sætúni 1 /Guðrúnar­ túni 1, Sími 510 7500, www.efling.is Skrifstofa Eflingar er opin frá kl. 08:15-16:00 Skrifstofa Suðurlandi, Austurmörk 2 810 Hveragerði. Lokað á miðvikudögum Sími 510 7575 / fax 510 7579 Þegar kjaramál ber á góma berst talið fljótt að svokölluðum stöðugleika. Við erum vöruð við því að of miklar launakröfur ógni efnahag landsins og að ekki sé hægt að taka tillit til grundvallar réttlætissjónarmiða, nema hleypa af stað launaskriði. Okkur er líka sagt að róttæk verkalýðsbarátta sé ógn við stöðugleika og að hana beri að varast. Þær raddir heyrast víða um þessar mundir og oft er erfitt að átta sig á því úr hverra herbúðum þær berast. En þegar við horfum yfir þróun efnahagsmála síðustu áratuga er ljóst að efnahag Íslands stendur ekki ógn af verkafólki. Þvert á móti eru það þau með mestu efnahagslegu og pólitísku völdin sem slíta með hömluleysi sínu samfélagssáttmálann í sundur. Þau hafa fengið að skammta sér án hófs af sameiginlegum gæðum og með því orsakað þann mikla óróa sem nú ríkir. Á eftirstríðsárunum og allt fram á miðjan tíunda áratug síðustu aldar varð hér lífskjarabylting. Sem dæmi má taka söguna af þeirri skelfilegu húsnæðiskreppu sem ríkti í Reykjavík um miðja öldina, þar sem verkafólk bjó þúsund- um saman í óíbúðarhæfum vistarverum. Vegna baráttu verkalýðshreyfingarinnar og með samstilltu átaki var fólki komið í mannsæmandi húsnæði, af þeirri einföldu ástæðu að ekki þótti boðlegt að láta vandann óáreittan. Ekki var látið þar við sitja heldur var jafnframt komið á fót almannatryggingarkerfi, skólakerfi fyrir öll börn og heilbrigðis- og velferðarkerfi. Þetta var ekki aðeins gerlegt, heldur pólitískt fýsilegt, þökk sé samfélagslegri sýn verkalýðshreyfingarinnar og þeim gildum sem hún byggði á; samhjálp, samhygð og réttlæti. Þessu jafnaðarsamfélagi var kollvarpað á tíunda áratugnum þegar mannfjandsamleg hugmyndafræði nýfrjáls- hyggjunnar tók völdin og fyrrnefndum gildum var kastað til hliðar. Misskipting óx gríðarlega og samfélagið varð græðgisvæðingunni að bráð, þegar firrt yfirstétt sópaði til sín verðmætum sem til urðu í samfélaginu um leið og söngurinn sem við þekkjum svo vel heyrðist í sífellu: Verka- og láglaunafólk verður að stilla kröfum sínum í hóf til að varðveita stöðugleika í þjóðfélaginu. Pólitísk sátt virtist ríkja um að á meðan hægfara kjarabætur væru eini kosturinn fyrir launafólk fengi auðstéttin að skammta sér æ stærri sneið af kökunni. Þetta samfélag græðginnar hrundi haustið 2008. Byrðarnar af því hruni lentu þó ekki síst hjá verkafólki, sem enn hefur ekki fengið neina „leiðréttingu“ á sínum kjörum, tíu árum síðar. Þvert á móti hafa skattbyrðar þessa hóps verið þyngdar á sama tíma og hinn „frjálsi markaður“ óseðjandi fjármagnseigenda hefur óáreittur fengið að koma húsnæðismálum alþýðunnar í uppnám. Og enn á ný heyrum við rammfalskan sönginn um stöðugleika, nú þegar verka- og láglaunafólk krefst hærri launa og mannsæmandi lífskjara. Á sama tíma hækka laun æðstu stjórnenda einkafyrirtækja stjórnlaust og yfir- stétt opinbera kerfisins fær úthlutað því sem næst mánaðarlaunum þeirra sem strita við umönnunarstörf fyrir að sitja einn fund! Við hljótum að hafna stöðugleika sem er ákvarðaður út frá hagsmunum fjármagnseigenda og valdastéttar samfélagsins. Við hljótum að hafna stöðugleika sem nærir vaxandi ójöfnuð, sem grefur undan velferðarkerfinu, sem nærist á aukinni skattbyrði verkafólks svo að auðstéttin geti komið sér undan samfélagslegri ábyrgð, sem grefur undan efnahagslegu öryggi hinna vinnandi stétta á meðan auðstéttin fær óáreitt að skrifa nýjan samfé- lagssáttmála, byggðan á óréttlæti og arðráni. Við höfum verið beitt rangindum. Við ætlum að semja upp á nýtt; á okkar forsendum, á grundvelli jöfnuðar og sanngirni, þar sem mikilvægi þeirra sem vinna vinnuna er viðurkennt án fyrirvara og þar sem efnahagslegt rétt- læti er í algjöru fyrirrúmi. Þegar það hefur tekist er kannski tímabært að tala um þjóðarsátt um stöðugleika. EFNISYFIRLIT Formannsskipti á aðalfundi Eflingar . . . . . 4 Minna er ekki meira . . . . . . . . . . . . 6 Kaupmáttur í raun og veru . . . . . . . . . 8 Vaxandi ójöfnuður er viðvörunarbjalla . . . 12 Upplifum töfra Þórsmerkur . . . . . . . . 16 Trúnaðarmenn áttu góða stund saman . . .20 Glatt á hjalla í Gullhömrum . . . . . . . . 22 Áhugaverð erindi á ársfundi Starfsafls . . . 23 Vongóður um að risinn vakni . . . . . . . 24 Fólk leggur niður störf og mótmælir . . . . 26 Jákvæð heilsuefling hjá VIRK . . . . . . . 28 Miklar breytingar framundan . . . . . . . . . . . . . . .30 Um frítekjumörk og skerðingar . . . . . . 32 Spurningar lagðar fyrir unga leiðtoga . . . .34 Flottir krakkar í Vinnuskóla Kópavogs . . . 36 Brenn fyrir því að efla hag verkafólks . . . . 39 Nýtt starfsfólk hjá Eflingu . . . . . . . . .40 Þráinn Hallgrímsson lætur af störfum . . . .42 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar-stéttarfélags Í landi stöðugleikans FRÉTTABLAÐ Sólveig Anna Jónsdóttir 141 776 U M H V E R F I S M E R K I PRENTGRIPUR Oddi,umhverfisvottuðprentsmiðja

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==