Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018
34 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Námskeið Þakklát fyrir tækifærið Þorsteinn Gunnlaugsson og Oddný Ófeigs- dóttir eru nýkomin heim frá Brussel í Belgíu þar sem þau luku síðustu lotu námskeiðsins Ungir leiðtogar . Fyrstu tvær námsloturn- ar voru haldnar í Reykjavík en sú þriðja í Brussel. Námskeiðið var ætlað ungu fólki með því markmiði að fræða það um verka- lýðshreyfinguna og efla það sem leiðtoga hvort sem er á vinnustaðnum eða á breiðari vettvangi. Af þessu tilefni settist blaðamað- ur niður með þeim báðum og spurði þau nokkurra spurninga um námskeiðið. Þegar mér var boðið að taka þátt í þessu námskeiði var aldrei spurning um annað en að vera með, segir Þorsteinn en hann tók einnig þátt í leiðtoganámskeiði á vegum Eflingar í janúar sl. og segir að það hafi verið mjög þroskandi. Ég vil enn og aftur þakka félaginu og sérstaklega henni Sigurròs varaformanni fyrir að veita mér þann heiður að taka þátt, segir hann. Oddný segir að hún hafi í sjálfu sér ekki vitað hvað hún væri að fara út í þegar henni var boðið að taka þátt í námskeiðinu. Ég sá dagskrána og leist vel á, ferðin til Brussel var ansi góð gulrót en mér þótti líka mjög vænt um traustið sem Efling sýndi mér með því að velja mig sem annan fulltrúa félagsins á námskeiðið, segir hún. Unga fólkið með ferska sýn Námskeiðin voru rosalega skemmtileg og fræðandi, segir Þorsteinn og Oddný tekur undir og segir að þau hafi einnig verið krefj- andi. Það var lögð mikil áhersla á ræðu- mennsku, framkomu og undirbúning fyrir ræðuhöld, segir hún. Þorsteinn segir að það hafi verið mikill kraftur í fólki og margar hugmyndir sem komu fram um hin ýmsu mál sem snùa að verkalýðshreyfingunni. Maður sá hvað það er margt ungt og efnilegt fólk í hreyfingunni. Það þarf að virkja það meira og leyfa rödd þeirra að heyrast. Því það er alveg klárt að unga fòlkið kemur með ferska og nýja sýn á hlutina, segir hann. Þorsteinn og Oddný segja bæði að það hafi verið virkilega gaman að kynnast öðrum þátt- takendum. Hópurinn var skipaður mjög ólík- um einstaklingum, allstaðar að af landinu en small mjög vel saman. Þegar við komum til Brussel var eins og við hefðum þekkst lengi, segir Oddný. Svipuð vandamál allsstaðar Þriðja lota námskeiðsins fór fram í Brussel og fóru Þorsteinn og Oddný út í lok maí og voru í fjóra daga. Það merkilegasta sem kom fram í Brussel var trúlega það hvað við á Íslandi eigum við svipuð vandamál að stríða og eru annarstaðar í heiminum, segir Oddný um Brussel ferðina. Hún bendir á húsnæðisvand- ann sem dæmi og að innkoma ungs fólks á vinnumarkað geti verið erfið þar sem fólk er krafið um reynslu en þurfi tækifæri til að afla sér hennar. Þorsteinn segir að það hafi verið mjög áhuga- vert að heimsækja ungliða í belgìsku verka- lýðshreyfingunni og heyra hvernig þeir starfa. Þeir eru t.d. í meiri beinum tengslum við fòlkið sitt þar sem að þeir sjá að hluta um ùtdeilingu atvinnuleysisbòta og þá er hægt að ræða mál sem brenna á fólki, segir hann. - segja þau Þorsteinn Gunnlaugsson og Oddný Ófeigsdóttir Ungir leiðtogar Hluti af hópnum fékk óvænt að taka þátt í myndatöku fyrir herferð á vegum Lækna án landamæra og voru þau klædd björgunarvestum Inngangurinn að Alþjóðlega verkalýðshúsinu sem hýsir helstu samtök og félög launafólks í Belgíu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==