Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018
36 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Vinnustaðurinn Flottir krakkar í Vinnuskólanum Ungt fólk í vinnu - Vinnuskóli Kópavogs Eitt af einkennum íslensks sumars er þegar unga fólkið streymir út á tún og götur bæja og hefja vinnu við að fegra ásýnd þess fyrir okkur hin. Krakkarnir í Vinnuskóla Kópavogs hófu störf í maí en sumrinu þar er skipt upp í tímabil og fer það eftir aldri þeirra hvenær þau hefja störf. Vinnuskólinn er fyrir alla 14–17 ára unglinga í Kópavogi og allir sem sækja um fá starf í skólanum. Það voru flottir krakkar í Vinnuskóla Kópavogs sem urðu á vegi blaða- manns Eflingarblaðsins á Rútstúni. Þau voru öll að klára 8. bekk í Kársnesskóla en misjafnt var hvort þau höfðu reynslu af vinnu áður eða ekki. Martin og Viktor undu sér ágætlega í Vinnu- skólanum en Viktor sagði þó að honum fyndist skemmtilegra að bera út blöðin. Ég fæ meira á tímann þar, sagði hann. Martin hefur einnig borið út blöð og passað þannig að þeir eru báðir vanir vinnu. Þetta var annar dagur- inn þeirra í vinnu þegar blaðamann bar að garði og Viktor hafði orð á því að hann væri Gott að fá pening Telma Björg Þráinsdóttir og Þórhildur Ásgeirsdóttir skemmtilegri en sá fyrsti en þá týndu þeir upp plastrusl. Martin fannst launin allt í lagi en Vikt- ori fannst þau frekar léleg, engu að síður var ekki annað að sjá en þeir væru nokkuð kátir. Martin Hrólfsson og Viktor Örn Ingvarsson Vanir vinnu Okkur finnst gott að fá peninginn, sögðu þær Telma og Þórhildur þegar þær voru spurðar að því af hverju þær hafi sótt um í Vinnuskól- anum. Þær hafa báðar unnið áður í Blikasjopp- unni og passað en þetta er fyrsta sumarið sem þær eru í Vinnuskólanum. Þeim fannst vinnan ágæt og launin sæmileg og svo hefðu þær tíma til að spjalla við félagana í vinnunni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==