Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

37 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Vinnustaðurinn Mér finnst þetta bara mjög gaman, sagði Kristjón þegar hann var spurður að því hvern- ig honum fyndist vinnan og Sigríður sagði að þetta væri alveg ágætt. Þau vinna fyrir hádegi, mæta korter yfir átta og vinna til hálf tólf. Við fáum eitt matarhlé um tíuleytið, sögðu þau. Þetta er fyrsta vinnan þeirra og sögðu þau að það væri gott að hafa eitthvað að gera yfir sumartímann. Kristjón sagði að þó að vinnan væri skemmtileg gæti hún verið erfið en hann og Sigríður voru á fullu við að hreinsa gras á milli hellna. Gott að hafa eitthvað að gera Kristjón Þórarinsson og Sigríður Brynja Árnadóttir Viltu verða leikskólaliði? Þann 8. september næstkomandi hefst í fyrsta skipti kennsla í fjarnámi í leikskólaliðabrú. Leikskólaliðabrú er ætluð þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Þetta er einingabært nám og kennt samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla. Að námi loknu útskrifast nemendur sem leikskólaliðar. Námið tekur mið af því að nemendur séu í starfi á leikskóla. Fólk þarf að vera orðið 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengd- um námskeiðum og hafa a.m.k. þriggja ára starfsreynslu í faginu. Námið er 30 einingar og er kennt á fjórum önnum, sex til níu einingar á hverri önn, á haustönn 2018 eru 4 staðlotur sem kennd- ar verða í Reykjavík. Ný önn hefst 8. september og lýkur 4. desember 2018. Kennt er á þriðjudögum frá kl. 16:30–20:15 ásamt tveimur laugardögum á önninni. Kennsla fer fram hjá Mími símenntun, Höfðabakka 9. Skráning hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@ efling.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==