Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

40 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Starfsfólki fjölgar á skrifstofu Eflingar Starfsfólk Eflingar Það eru mörg ný andlit á skrifstofu Eflingar en sjö nýir starfskraftar hafa verið ráðnir til Eflingar í vor og byrjun sumars. Fyrr á þessu ári lét Ásta Guðný Kristjánsdóttir af störfum hjá Eflingu en hún var þjónustufulltrúi í kjaramáladeild og Margrét Arngrímsdóttir en hún var ráðgjafi í starfsendurhæfingu. Eins lét Harpa Ólafsdóttir af störf- um en hún var sviðsstjóri kjaramála hjá félaginu. Aðalheiður Rán Þrastardóttir hefur verið ráðin á kjaramálasvið Eflingar. Hún er lýðheilsufræðingur að mennt og lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Aðalheiður hefur talsverða reynslu af afgreiðslustörfum í verslunum ásamt því að hafa starfað sem leiðbeinandi barna meðfram námi sínu. Síðast starfaði hún sem forstöðumaður á frístundaheimilinu Ævintýralandi í Gufunesbæ. Andrea Helgadóttir hefur verið ráðin sem sumarstarfskraftur til Eflingar þar sem hún starfar í móttökunni. Andrea útskrifaðist með BA gráðu í ensku nú í sumar. Andrea hefur unnið við verslunarstörf síðan 2011 en síðastliðin fjögur ár starfaði hún hjá IKEA. Berglind Rós Gunnarsdóttir hefur verið ráðin sem skrifstofustjóri Eflingar og mun hún sinna starfsmannahaldi ásamt ýmsum gæða- og þróunarverkefnum. Berg- lind lauk BSc gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands og starfaði eftir það m.a. sem verkefnastjóri í gæðamálum, skynmatsstjóri og við umsjón frárennslishreinsistöðvar. Hún hefur unnið margvísleg önnur störf áður á sinni starfsævi t.d. við móttöku, afgreiðslu á kaffihús- um og í ræstingum á Heilsustofnun NLFÍ og verið virk í ýmis konar félagsstarfi. Elín Gestsdóttir hefur verið ráðin sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu. Hún hefur lokið MA gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda og var hún í starfsþjálfun á Landsspítalanum á Landakoti. Áður vann hún sem stuðningsfulltrúi fyrir einhverf börn og við liðveislu fatlaðra.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==