Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

41 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Starfsfólk Eflingar Elín Hallsteinsdóttir hefur verið ráðin sem ráðgjafi í starfsendurhæfingu. Hún er með BSc gráðu í sálfræði en síðast starfaði hún hjá Vinnumálastofnun. Auk þess hefur hún unnið sem stundakennari hjá Mími og þar áður vann hún sem flugfreyja bæði hjá Iceland Express og SAS. Ragnheiður Valgarðsdóttir hefur verið ráðin á kjaramálasvið Eflingar. Ragnheiður hefur fjöl- breytta starfsreynslu en sem unglingur vann hún við rækjuvinnslu, barnapössun og umönnun á dvalarheimilum aldraðra. Þá hefur hún fjölbreytta menntun, er sjúkraliði og leikskólakennari ásamt því sem hún lauk viðskiptafræðinámi. Hún hefur mikla reynslu af kjaramálum, áður starfaði hún á Hagstofu Íslands og nú síðast í kjaramáladeild Reykjavíkurborgar auk þess sem hún hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum á vinnustöðum. Þegar þú sækir um vinnu Mundu þá að spyrja um kaup og kjör – það getur komið í veg fyrir misskilning síðar meir • Þú verður að ganga úr skugga um verðmiðann sem settur er á vinnuna þína. • Fáðu að vita hvaða störfum og verkefnum þú átt að sinna. • Fáðu upplýsingar um daglegan vinnutíma, kaffitíma og hvenær vinnudegi eða vöktum lýkur. Ráðningarsamningur getur skipt öllu máli Ákvæði kjarasamninga gera ráð fyrir að allir starfsmenn fái kjör sín staðfest skriflega. Þar þarf að koma fram ráðningartími, daglegur vinnutími og eftir hvaða kjarasamningi kaup og kjör eigi að fara. Mikið öryggi felst í því að hafa undir höndum skriflega staðfestingu ráðningar. Ef upp kemur ágreiningur þá getur ráðningarsamningur skipt öllu máli. Á skrifstofu Eflingar er hægt að fá frekari upplýsingar og sérstök eyðublöð fyrir skriflega ráðningarsamninga. Viðar Þorsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf framkvæmdastjóra Eflingar og mun hann starfa náið með formanni, forystufólki og stjórn félagsins, einkum að mótun og framkvæmd stefnu gagnvart samnings- og samstarfsaðilum. Viðar hefur víðtæka þekkingu á samfélagsmál- um í gegnum rannsóknir og kennslu á háskólastigi, en hann er með doktorspróf frá Ohio State University. Nýtt starfsfólk er boðið velkomið til starfa og þau sem létu af störf- um þökkuð góð störf í þágu félagsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==