Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

42 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Starfslok Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri og ritstjóri Fréttablaðs Eflingar, lét af störfum hjá Eflingu-stéttarfélagi í maí sl. Þráinn hefur starfað hjá Eflingu frá stofnun félagsins. Hann réð sig upphaflega hjá Verkamanna- félaginu Dagsbrún vorið 1996 en Halldór Björnsson, þáverandi formaður bauð honum starf skrifstofustjóra hjá Dagsbrún og hann varð síðan skrifstofustjóri í gegnum allar sameiningar félaganna sem urðu að Eflingu- stéttarfélagi. Þráinn hefur starfað að verka- lýðsmálum síðan 1983 þegar honum var boðið starf hjá MFA, fræðslustofnun ASÍ á þeim tíma. Þráinn hefur gengt allmörgum trúnaðar- störfum í verkalýðshreyfingunni en mest hefur hann sinnt störfum fyrir ASÍ og stofn- anir sambandsins hálfan fjórða áratug. Hann réð sig fyrst sem fræðslufulltrúi MFA árið 1983 og starfaði að fræðslumálum til 1988 þegar hann tók við skrifstofustjórastarfi á Alþýðusambandinu þar sem hann vann til ársins 1992 þegar hann tók við starfi skóla- stjóra Tómstundaskólans sem varð Mímir Tómstundaskólinn á starfstíma hans. Hann vann við fræðslustörf þar til hann tók við skrifstofustjórastöðu hjá Dagsbrún árið 1996. Hjá Eflingu-stéttarfélagi kom Þráinn að fjölmörgum verkefnum jafnframt því að stýra skrifstofu Eflingar. Hann tók þátt í kjarasamningsgerð allan þann tíma sem hann starfaði hjá félaginu og vann með samninga­ nefnd Eflingar og Flóafélaganna allan þennan tíma. Þá var hann ritstjóri Fréttablaðs Eflingar, kom að stjórnun allra helstu útgáfuverkefna félagsins og að vinnu við heimasíðu og aðra fjölmiðlun. Hann vann með stjórn og trúnað- arráði félagsins og hélt utan um starf að fund- um félagsins allan starfstíma sinn. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðan Þráinn var ráðinn til Dagsbrúnar en þá voru átta starfsmenn á Dagsbrún í um 5000 manna félagi. Í dag eru starfandi um 40 starfsmenn á skrifstofu Eflingar og um 30.000 manns eru í félaginu. Efling-stéttarfélag þakkar honum fyrir framlag sitt í þágu félagsins í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Þráinn Hallgrímsson lætur af störfum hjá Eflingu Útskrift úr Mími Það var glæsilegur hópur nemenda sem fagnaði útskrift úr nokkrum brautum Mímis þann 8. júní sl. Af því tilefni komu þeir saman í Grafarvogskirkju og fögnuðu með vinum sínum, fjölskyldu og kennurum Mímis.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==